Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Lögreglan vaktaði leigubílsstjóra sérstaklega um helgina – 45 prósent þeirra grunaðir um brot

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan hafði viðamikið eftirlitið með leigubílum í miðborginni um helgina.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var viðamiklu eftirliti með leigubílum haldið úti í miðborginni um liðna helgi en lögreglan kannaði þá með leyfi 105 leigubíla og ökumanna þeirra.

Í hátt í helmingi tilfelli voru gerðar athugasemdir vegna grunsemda um brot og eiga nú 48 leigubílastjórar yfir höfði sér kæru vegna þessa. Af þeim hafa enn fremur 32 leigubílstjórar verið boðaðir til að mæta með ökutæki sín í skoðun á nýjan leik. Leigubílstjórar eru minntir á að eftirlitið heldur áfram.

Að sögn lögreglunnar naut hún aðstoðar lögreglumanna frá lögregluliðunum á Vesturlandi og Suðurlandi við eftirlitið um helgina, auk þess sem fulltrúar frá Skattinum og Samgöngustofu voru með í för.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -