Enn og aftur berast tilkynningar á borð embættis ríkislögreglustjórna, um tölvupóst þar sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögeglustjóri er ranglega titluð sem sendandi. Skilaboðin eru einnig ranglegt merkt lögreglunni.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem athygli er vakin á svikapóstum í nafni ríkislögreglustjórans en þar er tekið sterklega fram að skilaboðin koma hvorki frá Sigríði Björk né lögreglunni. Varar lögreglan við því að fólk svari tölvupóstinum og við því að ýta á hlekki og viðhengi sem gætu fylgt svikapóstum sem þessum.
Segir ennfremur í tilkynningunni að ef fólk hefur fengið eða mun fá slíkan svikapóst, skuli það tilkynna hann sem ruslpóst eða spam í póstforritinu.
„Mikilvægt er að skoða öll skilaboð og allan póst með gagnrýnum augum, ekki smella á hlekki eða viðhengi sem eru grunsamleg og alls ekki gefa upp kortaupplýsingar eða viðkvæmar persónuupplýsingar. Við vekjum athygli á góðri fræðslu á heimasíðu CERT um vefveiðar sem þessar: Vefveiðar (cert.is),“ segir meðal annars í tilkynningunni.
Hér má svo sjá dæmi um svikapóst: