Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-9.2 C
Reykjavik

Lögreglan varar enn og aftur við svikapóstum í nafni ríkislögreglustjóra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Enn og aftur berast tilkynningar á borð embættis ríkislögreglustjórna, um tölvupóst þar sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögeglustjóri er ranglega titluð sem sendandi. Skilaboðin eru einnig ranglegt merkt lögreglunni.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem athygli er vakin á svikapóstum í nafni ríkislögreglustjórans en þar er tekið sterklega fram að skilaboðin koma hvorki frá Sigríði Björk né lögreglunni. Varar lögreglan við því að fólk svari tölvupóstinum og við því að ýta á hlekki og viðhengi sem gætu fylgt svikapóstum sem þessum.

Segir ennfremur í tilkynningunni að ef fólk hefur fengið eða mun fá slíkan svikapóst, skuli það tilkynna hann sem ruslpóst eða spam í póstforritinu.

„Mikilvægt er að skoða öll skilaboð og allan póst með gagnrýnum augum, ekki smella á hlekki eða viðhengi sem eru grunsamleg og alls ekki gefa upp kortaupplýsingar eða viðkvæmar persónuupplýsingar. Við vekjum athygli á góðri fræðslu á heimasíðu CERT um vefveiðar sem þessar: Vefveiðar (cert.is),“ segir meðal annars í tilkynningunni.

Hér má svo sjá dæmi um svikapóst:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -