Föstudagur 15. nóvember, 2024
0.3 C
Reykjavik

Lögreglumaðurinn Viktor Freyr dæmdur fyrir ofbeldi í starfi – Barði mann ítrekað með kylfu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglumaðurinn Viktor Freyr Hjörleifsson var í vikunni dæmdur fyrir brot í starfi sínu sem lögreglumaður.

Viktor var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ofbeldi við handtöku en hann er sagður hafa sparkað í mann við handtöku og lamið hann með kylfu í fjórgang ásamt því að spreyja manninn með piparúða en maðurinn veitti ekki mótþróa við handtökuna. Atvikið átti sér stað við skemmtistað í Austurstræti í fyrravor.

Þrátt fyr­ir að brotaþoli hafi ekki verið að nálg­ast ákærða eða haft í frammi neina ógn­andi hátt­semi svo séð veðri beit­ir ákærði úðavopn­inu á brotaþola um það bil sex sek­únd­um eft­ir að þeir mæt­ast en á þeirri stuttu stundu kom fram að brotaþoli var mælt­ur á enska tungu og skildi ekki fyr­ir­mæli ákærða sem voru í fyrstu á ís­lensku þannig að ráðrúm brotaþola til að bregðast við ít­rekuðum fyr­ir­mæl­um þegar ákærði hrópaði þau að hon­um á ensku var nán­ast ekk­ert áður en ákærði beitti úðavopn­inu og sprautaði í augu brotaþola,“ sagði í dómn­um yfir Viktori en hann neitaði sök í málinu.

Viktor var á þeim tíma óútskrifaður úr lögregluskólanum en hann hafði unnið fyrir lögregluna í tvö ár og stóð til að hann myndi útskrifast mánuði eftir að atvikið á átti sér stað. Viktor var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og að greiða manninum sem kærði hann 400 þúsund krónur í miskabætur. Þá þarf einnig að greiða tæpar 2,3 milljónir í málskostnað. Hann hefur ekki unnið hjá lögreglunni frá því að málið kom upp.

Mannlíf sendi Viktori fyrirspurn um málið en henni hefur ekki verið svarað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -