Föstudagur 20. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Lögreglumenn á Suðurnesjum þreyttir á húsnæðisvandræðum – Skora á Ríkiskaup að bregðast við

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglufélag Suðurnesja kallar eftir tafarlausum aðgerðum í húsnæðismálum embættisins.

Í dag ályktaði Lögreglufélag Suðurnesja vegna stöðu húsnæðismála embættisins en í ályktuninni kemur fram að félagið kalli eftir tafarlausum aðgerðum en vegna þess að lögreglustöðin að Hringbraut er lokuð vegna rakaskemmda og myglu, þarf útkallslið lögreglunnar að deila húsnæði með rannsóknardeild, lögfræðisviði og yfirstjórn. Í húsnæðinu, sem er skrifstofuhúsnæði, er gert ráð fyrir 40 manns en nú deila þar 70 manns rými. Skorar Lögreglufélag Suðurnesja því á Framkvæmdarsýsluna – Ríkiseignir að bregðast undireins við.

Hér má lesa ályktun félagsins í heild sinni: 

„Reykjanesbær 11.04.2024 

Lögreglufélag Suðurnesja kallar eftir tafarlausum aðgerðum í húsnæðismálum embættisins. Þann 16. október 2023 var lögreglustöð útkallsliðsins að Hringbraut lokað vegna rakaskemmda og myglu. Viðgerð á hluta húsnæðisins stendur enn yfir. Útkallsliðið deilir nú húsnæði með rannsóknardeild, lögfræðisviði og yfirstjórn sem væri undir eðlilegum kringumstæðum besta staðan ef það húsnæði væri ekki skrifstofurými sem er ætlað rúmlega 40 starfsmönnum en hýsir nú tæplega 70 manns á dagvinnutíma. Lögreglumenn embættisins þurfa að finna það hjá stjórnvöldum að starfið sem þeir sinna af mikilli elju og hugsjón sé metið að verðleikum. 

Lögreglufélag Suðurnesja skorar á Framkvæmdasýsluna – Ríkiseignir að bregðast við hið fyrsta. 

- Auglýsing -

Fyrir hönd stjórnar, 

Guðmundur Eyjólfsson, formaður.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -