Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Lögreglumenn æfir yfir gleðigöngunni: „Þvílík vanvirðing og „fordómar”“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglumenn virðist ekki alls kosta sáttir með gleðigönguna sem gengin var í dag. Ástæðan er að nokkrir héldu á skiltum þar sem lögreglan var sögð óvelkomin í gönguna. Óánægjuna má sjá hér og þar á Facebook, einna skýrast þó í hópnum Lögregluminjasafnið. Hér má lesa nánar um ástæðu skiltana en til að gera langa sögu stutta þá snýst málið um handtök í gleðigöngunni árið 2019 sem margir telja hafa verið grófa.

Guðmundur Fylkisson lögreglumaður deilir í hópnum Lögregluminjasafnið mynd af einu skilti sem sást í göngunni í dag og má sjá hér fyrir ofan. Nær allar athugasemdir eru neikvæðar í garð göngunar. „Kjánalegur boðskapur frá þeim sem sífellt kvarta undan því að vera í minnihlutahóp,“ skrifar einn maður. Annar segir: „Þetta sýnir bara eitt fordóma það er nefnilega þannig að fordómar eru allsstaðar.“ Sá þriðji segir: „Skipuleggjendum til skammar“. Sá fjórði „Talandi um fordóma…..“

Sá fimmti segir: „Þvílík vanvirðing og “fordómar”. Ákaflega ósmekklegt í alla staði. Dagurinn í dag einkennist af væntumþykju og virðingu í garð allra. Hvað er þetta?“ Sá sjötti segir: „Hrikalega lélegt“ og sá áttundi: „Þetta kallast að skjóta af sér lappirnar.“

Ljóst er að flestir sem stinga niður penna eru lögreglumenn. Rétt er þó að taka fram að einn lögreglumaður, Fjölnir Sæmundsson, lögreglufulltrúi og varaþingmaður Vinstri grænna, biður menn að halda ró sinni. Hann skrifar: „Þetta eru bara ungir krakkar við verðum að sýna okkar þekkta umburðarlyndi.“

Svo eru sumir sem móðgast fyrir hönd lögreglunnar, líkt og Gústaf Níelsson, bróðir Brynjars Níelssonar og fyrrverandi oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar. Hann skrifar og deilir sömu mynd og Guðmundur Fylkisson:

„Þessa mynd birti Ragnar Árnason, fv. lögreglumaður á fébókarvegg sínum í tilefni af skokallaðri gleðigöngu dagsins, og þykja honum þetta kaldar kveðjur til lögreglunnar, sem vonlegt er. Lögreglan hefur að sönnu lagt sig í líma svo að gangan megi fara vel og friðsamlega fram og er það vel.

- Auglýsing -

Óvild göngufólks í garð löggunnar eru óviðeigandi og smekklaus.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -