Í baksýnisspeglinum í kvöld rifjum við upp átakanlegt viðtal við foreldra drengs sem birtist í DV þann 30.september árið 1986. Drengurinn varð fyrir barðinu á Steingrími Njálssyni en vildu foreldrarnir tala um málið til þess að vekja fólk til vitundar.
,,Þetta var allt skipulagt. Fyrst byrjaði hann á því að bíða eftirsyni mínum við garðshliðið heima hjá sér og kaupa af honum blaðið. Svo gerðist hann áskrifandi. Tveimur mánuðum síðar lokkaði hann drenginn okkar inn til sín þegar hann var að rukka, skellti í lás og kom fram óeðli sínu. Þegar ég frétti hvað hafði gerst óskaði ég manninum dauða og hét því að gera út af við hann ef hann einhvem tíma yrði á vegi mínum. Hatrið sem blossaði upp í mér var þvílíkt að ég þekkti ekki sjálfan mig,“ sagði faðir 13 ára drengsins í viðtalinu.
Drengurinn var eitt fórnarlamba Steingríms sem lokkaði unga drengi upp í bíl eða heim til sín þar sem hann braut á þeim kynferðislega.
„Við bjuggumst við honum heim upp úr klukkan níu en þegar hann var ekki kominn heim klukkan tíu fórum við að grennslast fyrir um hann. Við höfðum eindregið varað hann við að þiggja boð ókunnugra, sérstaklega eftir að hann hafði sagt okkur frá tilteknum manni sem var alltaf að bjóða honum á sjó. Síðar komumst við að því að það var Steingrímur Njálsson
en það var því miður of seint,“ sögðu foreldramir er DV ræddi við þá en faðirinn bætti við: Á tröppunum fyrir utan „Þegar við vorum að leita að drengnum þetta kvöld hafði ég það sterklega á tilfinningunni að þessi maður væri á einhvem hátt viðriðinn hvarf drengsins. Um klukkan ellefu vorum við hjónin komin upp að húsi hans og ég ætlaði að brjótast þar inn þótt öll ljós væru slökkt. Konan mín kom í veg fyrir það og við fórum þess í stað niður á lögreglustöð. Skömmusíðar komumst við að því að grunur minn reyndist réttur, drengurinn okkar hafði verið inni í húsinu og þolað kynferðislegar misþyrmingar Steingríms á meðan við stóðum á tröppunum fyrir utan. Ef ég hefði farið inn væri Steingrímur ekki lengur í tölu lifenda.“
Foreldrarnir voru ný komnir niður á lögreglustöð þegar þeim barst símtal að drengurinn væri kominn heim en í fréttinni segir: ,,Tveggja tíma martröð Drengurinn skýrði svo frá að Steingrímur hefði boðið sér inn fyrir á meðan hann næði í peninga til að greiða áskriftina. En hann var ekki fyrr kominn inn en hurðinni varskellt og honum kippt inn í hliðarherbergi í íbúðinni. Þar réðist Steingrímur á hann, reifutan afhonum fotin og hélt fyrir vit hans.“
„Hann hélt honum í tvo tíma og þuklaði allan og sleikti. Einnig reyndi hann að fá drenginn til að sleikja sig en um beina nauðgun var ekki að ræða. Þegar þessu var lokið sagði hann dregnum áð nú mætti hann fara….,“ sögðu foreldramir en greinilegt var að þau áttu erfitt með að rifja þetta upp: „Ég vil ræða um þetta vegna þess að það er nauðsynlegt að vekja fólk til vitundar um hversu slæm Reykjavík er orðin. Og það verður að ýta við dómskerfinu,“ sagði móðir drengsins.
,,Hann sefur ekki einn „Eftir þetta urðum við að hugsa um hann eins og fjögurra ára bam. Hann vildi alltaf sofa í hjónarúminu hjá okkur sem hann vætir enn í svefni. Áður var hann mjög félagslyndur en dró sig inn í skel sína. Þeir vinir sem hann á nú em nýir. Hann sneri baki við gömlu kunningjunum. Enn þann dag í dag getur hann hvorki gengið né ekið í gegnumhverfið þarsem hann bar út blöð áður fyrr. Okkur var sagt að geðlæknir myndi hafa samband við hann en í þeim sérfræðingi höfum við aldrei heyrt. Við fórum sjálf með drenginn tilsálfræðings og þetta gengur allt eftir vonum.“
Hjónin sögðust staðráðin í að reka þetta mál til enda hvað sem það kostaði. ,,Víti þeirra eigi að vera öðrum til varnaðar.“ Þau hjónin segjast ætla að reka þetta mál til enda hvað sem það kosti þau í peningum. Víti þeirra eigi að verða öðrum til vamaðar. Um Steingrím Njálsson segir faðir blaðburðardrengsins: „Hann á vafalítið við vandamál að stríða en ég vorkenni honum ekki. Ég hefði drepið hann þetta kvöld ef ég hefði náð til hans…“