- Auglýsing -
Lögregla fjarlægði átta skráningarmerki af bifreiðum í gærmorgun eftir að hafa skoðað bifreiðar í Þingholtunum og í Bakkahverfinu í Breiðholti. Ástæðurnar voru ótryggðar bifreiðarnar eða bifreiðar sem höfðu ekki verið færðar til aðalskoðunar á tilsettum tíma.
Þá kom upp eldur í Hólahverfinu og vann slökkviliðið að því að slökkva eldinn. Lögregla hefur hafið frumrannsókn á málinu en mikill eldur var í skúrnum þegar lögeglu bar að garði. Að öðru leyti var gærdagurinn heldur rólegur ef marka má dagbók lögreglunnar.