Þýska flugfélagið Lufthansa mun fljúga til og frá Íslandi þrisvar í viku frá byrjun júlí. Flogið verður tvisvar í viku til Frankfurt og vikulega til Munchen.
Áður en kóronaveirufaraldurinn skall á flaug þýska félagið allt árið um kring til Íslands frá Frankfurt og að sumarlagi til Munchen. Það á eftir að koma betur í ljós hvaða vikudaga verður boðið upp á flugin.
Svæðisstjóri hjá Lufthansa, Andreas Köster, staðfestir fyrirtætlun félagsins um Íslandsflugin í júlí. „Það er ánægjulegt fyrir Lufthansa að tilkynna að í byrjun júlí hefjum við flug til Íslands á ný,” sagði Andreas í samtali við Túrista sem greindi frá málinu.