Fimmtudagur 20. febrúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Lyfjaður vínsvelgur gripinn í bólinu af lögreglu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Að venju var ýmislegt að gera hjá lögreglunni í nótt en hún greinir frá ýmsu í dagbók sinni.

Tilkynnt var um mann með ógnandi framkomu í miðborginni, hann var að öskra á fólk og sparka í bifreiðar. Maðurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem var tekin af honum skýrsla vegna brots á lögreglusamþykkt. Laus að viðræðum loknum.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir sem reyndust ekki með gild ökuréttindi. Það sem vakti sérstaka athygli er að annar ökumaðurinn hafði verið réttindalaus síðan 2007 og hinn síðan 2001. Málin voru kláruð á vettvangi og ökumönnum ráðlagt að það væri löngu tímabært að endurnýja réttindin.

Ökumaður var stöðvaður eftir að hafa skipt um akrein í hringtorgi og ekið beint í veg fyrir lögreglubifreið. Ökumaðurinn reyndist aldrei hafa öðlast ökuréttindi. Þá var ökumaður stöðvaður, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og lyfja. Handtekinn og fluttur á lögreglustöð í venjubundið ferli.

Bílstjóri var stöðvaður, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Hann reyndist einnig sviptur ökuréttindum. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð.

Tilkynnt var um einstakling sem var að valda eignaspjöllum á bifreið með hamri. Þegar lögregla kom á vettvang þá sýndi ofbeldismaðurinn ógnandi hegðun, hann öskraði að lögreglu ókvæðisorðum og neitaði að gera grein fyrir sjálfum sér. Maðurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem hann var vistaður og síðar tekin skýrsla af honum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -