Föstudagur 15. nóvember, 2024
0.3 C
Reykjavik

Maður á fertugsaldri í öndunarvél: „Metfjöldi innanlandssmita og búist er við enn fleiri smitum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Alls greindust 167 manns með COVID-19 innanalands í gær og hafa svo mörg smit ekki greinst á einum degi í faraldrinum. 122 voru utan sóttkvíar sem er líka met.

16 eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins, þar af eru fimm á gjörgæslu. Þar af eru 15 á Landspítala og er meðalaldur þeirra 57 ár. Ungbarn sem lá inni í gær er ekki lengur á spítala. Maður á fertugsaldri er í hjarta- og öndunarvél. Um það bil 2 prósent af þeim sem fá Covid-19 leggjast inn á spítala eða um það bil 1 á dag.

1.088 sjúklingar, þar af 243 börn, í COVID göngudeild Landspítalans. Nýskráðir þar í gær voru 137 fullorðnir og 22 börn.

Sam­komutak­mark­an­ir verða hert­ar og farið verður úr 2.000 manns niður 500 og grímu­skylda tek­in upp á sitj­andi viðburðum og í versl­un­um. Þá verður op­un­ar­tími skemmti­staða stytt­ur um tvo klukku­tíma og skal þeim lokað klukk­an ell­efu.

Hert­ar tak­mark­an­ir taka gildi á miðviku­dag í næstu viku og munu gilda í fjór­ar vik­ur.

Þetta sagði Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra að lokn­um rík­is­stjórn­an­ar­fundi í morg­un.

Bylgjan að rísa hærra en kerfið þolir

„Við vitum það miðað við Delta-afbrigðið og hvernig það hefur hegðað sér að það fara 2% af þeim sem greinast leggjast inn á sjúkrahús. Svo tiltekinn hluti af þeim sem fara á gjörgæslu“ sagði Svandís. „Svo við vitum miðað við tölurnar við hvað við erum að eiga“.

- Auglýsing -

Hún segir miðað við áætlanir og plan Landspítala myndum við ráða við 40-50 smit á dag í samfélaginu. En síðustu afléttingar séu að verða til þess að bylgjan sé að rísa hærra en kerfi okkar þoli.

Sögulegt minnisblað frá Þórólfi

Ekki verður greint frá hvort gripið verður til hertra aðgerða innanlands, og þá hvaða aðgerða, fyrr en eftir fund ríkisstjórnar klukkan hálf tíu.

Svandís sagði þó að minnisblað Þórólfs hefði verið óvenjulegt að þessu sinni. Þar hafi hann rekið sögu faraldursins og aðgerða sem gripið hafi verið til. Hann fjalli um hvað hafi virkað og hvað ekki, og færi með því rök fyrir því að þurfi að grípa fljótt inn með aðgerðum. Þá stefni þau að því að ná fjölda smita aftur niður í 40-50 á dag og viðhalda því.

- Auglýsing -

Aðgerðir sem Þórólfur leggur til segir Svandís að snúist meðal annars um fjöldatakmarkanir, grímunotkun og opnunartíma.

Heimild RÚV

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -