Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Maður eltir börn í Úlfarársdal: „Við get­um ekki bara sent hann í annað hverfi til annarra barna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mik­il umræða skapaðist á Face­book-hóp íbúa í Úlfarsár­dal í Reykja­vík um mál þar sem maður elt­ir börn á leið heim úr skól­an­um, tek­ur mynd­ir af þeim og hef­ur berað sig á skóla­lóðinni.

Sagt er frá því að maður­inn bíði fyr­ir utan grunn­skóla í hverf­inu eft­ir börn­um, taki mynd­ir af þeim og elti þau heim.

Móðir barns í skólanum seg­ir að í skól­an­um séu börn sem hafi lent í því að þurfa að hlaupa heim og fari króka­leiðir þegar þau gangi heim úr skól­an­um. Dreng­ur í skól­an­um hafi ekki farið út úr húsi frá því í lok mars vegna hræðslu við mann­inn þar sem maður­inn elti dreng­inn langa leið þegar dreng­ur­inn gekk heim úr skól­an­um. Í gær hafi svo maður­inn hlaupið á eft­ir 9 ára stelpu þegar hún var á leið heim til sín, hún hafi náð að kom­ast inn­fyr­ir dyrn­ar heima hjá sér áður en maður­inn náði henni og hafi grátið af ótta.

Önnur móðir skrif­ar í Face­book-hópn­um að hún telji að maður­inn sé bú­inn að reikna út hvenær skólastarf hefj­ist og hvenær því ljúki og sitji því á bekk fyr­ir utan inn­gang­inn að skól­an­um og taki mynd­ir af börn­un­um þegar þau eiga leið hjá. Hann eyði deg­in­um svo í að ganga í kring­um skól­ann og taka strætó í hverf­inu.

Þriðja móðirin seg­ir i frá því að hún hafi rek­ist á mann­inn á skóla­lóðinni með bux­urn­ar niðrum sig þegar hún sótti börn­in sín í skól­ann. Sást í kyn­færi manns­ins þar sem hann var stadd­ur á skóla­lóðinni og bað hún mann­inn um að hysja upp um sig bux­urn­ar.

Enn eitt for­eldri sting­ur upp á því að koma á fót for­eldra­göngu, þar sem for­eldr­arn­ir skipa á milli sín að ganga um hverfið í litl­um hóp­um á kvöld­in og tryggi ör­yggi barna í hverf­inu.

- Auglýsing -

Fé­lagsþjón­usta Reykja­vík­ur­borg­ar ósk­ar nú eft­ir sög­um for­eldra og barna af mann­in­um.

Lög­regla vildi ekki staðfesta hvort málið væri á borði lög­reglu þegar mbl.is hafði sam­band og spurði um málið.

Bíða eftir því að maðurinn gerist sekur um refsiverðan verknað

Svör­in sem móðirin fékk frá Reykja­vík­ur­borg voru: „Það eru börn í öðrum hverf­um líka, við get­um ekki bara sent hann í annað hverfi til annarra barna.“ Seg­ir móðirin að hún óski þess að maður­inn verði fjar­lægður úr hverf­inu og færður á stað þar sem færri börn eru eða fundið verði fyr­ir hann viðeig­andi úrræði.

- Auglýsing -

Svör lög­regl­un­ar voru á þann veg að ekki sé neitt hægt að gera fyrr en eitt­hvað sak­næmt hafi átt sér stað. Þar sem maður­inn hafi ekki brotið af sér enn, held­ur elti ein­ung­is börn og taki mynd­ir af þeim, þurfi að bíða eft­ir því að maður­inn ger­ist sek­ur um refsi­verðan verknað, svo lög­regl­an bíður nú eft­ir að maður­inn brjóti á barni.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -