Í dagbók lögreglu er ýmislegt að finna en lögreglan greinir frá því helsta sem var að gerast í nótt
Manni var vísað út í tvígang sökum ölvunar, annars vegar úr félagslegu úrræði og hins vegar úr stigagangi skrifstofuhúsnæðis. Þá var tveimur vísað út eftir hugsanlegt húsbrot. Mennirnir höfðu áður valdið skemmdum. Tjónþolar munu meta hvort lögð verði fram formleg kæra. Þessum var sömu vísað út úr öðru húsnæði og hafa þeir verið til vandræða undanfarnar vikur
Ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Einnig var maður handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar á heimilisofbeldi.
Lögreglan hafði afskipti af ökumanni vegna réttindaleysis. Skráningarmerki tekin af bílnum þar sem hún var ekki tryggð.