Eitt og annað gekk á hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á milli 05:00 í morgun og til 17:00 í dag en einn maður gistir fangageymslur er þetta er ritað.
Hér eru nokkur dæmi:
Óvelkominn maður var handtekinn í verslun í hverfi 104 í Reykjavík en hann var látinn laus að loknum viðræðum og aðstoð. Ökumaður í sama hverfi var stöðvaður grunaður um ölvunarakstur en var laus að lokinni blóðsýnatöku.
Í Grafarholtinu var tilkynnt um þjófnað í verslun en málið var afgreitt á vettvangi.
Í Hafnarfirði var ökumaður stöðvaður í akstri en við athugun kom í ljós að hann var sviptur ökuréttindum. Málið var afgreitt á staðnum. Þá var einnig tilkynnt um þjófnað í verslun í sama bæ en málið afgreitt á vettvangi.
Í Kópavogi barst tilkynning um húsbrot, þjófnað og eignarspjöll en einn maður í annarlegur ástandi var handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Tilkynning barst um líkamsárás í Breiðholtinu en gerandinn var farinn þegar lögreglu bar að garði. Vitað er hver aðilinn er en þolandinn hlaut minniháttar meiðsli.