Lögregla var kölluð til vegna líkamsárásar í austurborginni. Málið í rannsókn.
Afskipti voru höfð af ökumanni sem var með of dökkar filmur í rúðum bifreiðar sinnar. Ökutæki boðað í skoðun.
Maður varð ósjálfbjarga sökum ölvunar á almannafæri. Lögreglan kom til bjargar og fór með hann heim til sín.
Ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Ökumaðurinn var látinn laus úr haldi lögreglu að blóðsýnatöku lokinni.
Höfð voru afskipti af manni sem var að kasta af sér þvagi í miðbæ Reykjarvíkur. Við afskipti lögreglunnar tók sá hlandsprengdi á sprettinn en náðist eftir stutta eftirför lögreglunnar sem hljóp hann uppi. Maðurnn á yfir höfði sér sekt vegna málsins. Annar maður var í árásarham á svipuðum slóðum og veittist að öðrum. Hann var handtekinn vegna meiriháttar líkamsárásar í miðbæ Reykjarvíkur. Ofbeldismaðurinn hljópst í brott þegar lögregla kom á vettvang en náðist eftir stutta eftirför var handtekinn og læstur inni í fangaklefa. Málið er í rannsókn.
Tilkynnt um tvo geltandi hunda sem héldu vöku fyrir íbúum á Seltjarnarnesi. Ekki er vitað hverjir eigendur hundanna eru og þeir geymdir á lögreglustöð þar til annað kemur í ljós.
Tilkynnt var um umferðarslys í hverfi Hafnarfirði. Ekki slys á fólki.
Ungmenni stunduðu þann hættulega leik að kasta snjóboltum í bifreiðar. Þau voru horfin á braut áður en lögregla kom á vettvang.
Ýmsar aðstoðarbeiðnir komu á borð lögreglu vegna hópsöfnun ungmenna í Mjóddinni.
Tilkynnt um tónlistarhávaða frá skemmtistað í miðbænum.
Ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus úr haldi að blóðsýnatöku lokinni.
Mosfellsbæjarlögreglu barst tilkynning um bifreið með sleða í eftirdragi.Tveir farþegar voru á sleðanum með tilheyrandi hættu. Þegar lögregla kom á vettvang höfðu þeir látið af þessari hættulegu iðju.
Höfð voru afskipti af ökumanni vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einnig reyndist ökumaður bifreiðarinnar hafa verið sviptur ökuréttindum. Hann var tekinn höndum og dregið úr honum blóð og hann síðan látinn laus úr haldi lögreglu.