Karlmaður í Veghúsum í Grafarvogi er sagður hafa ógnað fjórum með hníf, þar af tveimur börnum, í gærkvöld.
Mikil viðbúnaður var í hverfinu í gær vegna málsins. Sérsveitin var kölluð út og handtók manninn.
Lögreglan hefur lítið tjáð sig um atvikið og því margt óljóst. Á vef RÚV er fullyrt að maðurinn hafi ógnað heimilisfólki.
Vísir segir manninn hafa dregið hafði fram hníf í samskiptum við fólk í íbúðinni. Heimilisfólk yfirgaf íbúðina og síðar um kvöldið var maðurinn handtekinn þar, einn í íbúðinni.
Maðurinn veitti enga mótspyrnu við handtöku og enginn særst.