Þriðjudagur 7. janúar, 2025
-9.2 C
Reykjavik

Maður skaut eiginkonu sína til bana á Akranesi og framdi því næst sjálfsmorð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Maður skaut eiginkonu sína til bana á Akranesi árið 2016 og framdi því næst sjálfsmorð. Konan var rússnesk, 54 ára en maðurinn var á sjötugsaldri og hafði glímt við langvarandi veikindi. Lögreglan taldi að maðurinn hefði skotið eiginkonu sína til bana áður en hann svipti sig lífi.

Maðurinn var fæddur árið 1952 og lét eftir sig fjögur uppkomin börn. Auk þess átti hann son sem hann missti í sviplegu umferðarslysi á Akranesi árið 2008, sem þá var á nítjánda aldursári.

Konan fæddist í Rússlandi árið 1961, og var 54 ára þegar hún lést. Hún lét eftir sig uppkomna dóttur í heimalandinu. Þau höfðu verið gift í um áratug og áttu engin börn saman.

 

 

- Auglýsing -

Við húsleit fundust þrjú skotvopn

Konan var sofandi þegar eiginmaður hennar, skaut hana í hnakkann í íbúð þeirra á Akranesi aðfaranótt miðvikudagsins 13. apríl 2016.

Lá hún sofandi í hjónarúmi en eftir verknaðinn skaut maðurinn sjálfan sig þar sem hann sat á rúmstokknum.

Byssan sem maðurinn notaði var í eigu dánarbús föður hans en við húsleit fundust þrjú skotvopn. Hafði maðurinn leyfi fyrir hinum tveimur.

- Auglýsing -

 

Reyndi að skilja við manninn

Konan hafi reynt að skilja við manninn þremur vikum áður en að hún var myrt.

„Mamma var hjartahlý, skörp og góð kona sem vildi öllum vel,“ sagði dóttir hennar í samtali við Morgunblaðið. Konan vann sem skólaliði í Grundaskóla á Akranesi og minntist dóttir hennar móður sinnar með hlýjum orðum í minningargrein í Morgunblaðinu.

„Mamma mín, var myrt þann 13. apríl 2016. Mamma var hjartahlý, skörp og góð kona sem vildi öllum vel. Við vorum afar nánar, hún var mér allt í senn mamma, systir og besta vinkona. Andlát hennar er mér og fjölskyldu minni svo ákaflega þungbært. Elsku mamma – við vitum að þú ert með okkur, við elskum þig og þú verður ævinlega í hjörtum okkar. Fjölskylda þín syrgir og biður fyrir sál þinni,“ segir í greininni.

 

Samfélagið harmi slegið

Konan starfaði eins og fyrr segir sem skólaliði, en hún flutti til Íslands árið 1999. Hún hafði starfað sem skólaliði í Grundaskóla um margra ára skeið og var vel liðin. „Það er óhætt að segja það að við erum harmi lostin. Við erum mjög slegin,“ sagði skólastjóri Grundaskóla í samtali við DV.

Eðvarð Ingólfsson, sóknarprestur á Akranesi, sagði í samtali við DV eftir atvikið að margir væru í sárum og aðstandendur og íbúar tækjust á við djúpar tilfinningar.

„Það blandast allt saman. Fólki veit ekki hvernig því á að líða. Sorgin er mikil að hafa misst ástvin frá sér. Sorg yfir því sem hefur gerst. Aðrir finna fyrir skömm og reiði að svona hafi farið. Tíminn vinnur síðan með þessu líkt og gerist ávallt í sorginni, því við eigum enga aðra valkosti en að halda áfram,“ sagði séra Eðvarð sem var aðstandendum innan handar eftir harmleikinn.

Maðurinn hafði glímt við veikindi og sagði séra Eðvarð að konan hafi hugsað vel um eiginmann sinn í veikindunum. Hann kvaðst hafa fyrst kynnst manninum þegar hann missti son sinn í umferðarslysi á Akranesi árið 2008.

„Hann var hinn ljúfasti í viðmóti og þakklátur þegar ég hringdi til að vitja um heilsufar hans eftir jarðarförina,“ sagði Eðvarð.

Fór fram á bætur úr ríkissjóði

Mynd/skjáskot

Dóttir konunar sem myrt var á heim­ili sínu á Akra­nesi, fór fram á bæt­ur úr rík­is­sjóði til þolenda af­brota vegna and­láts móður sinn­ar.

Rann­sókn lög­reglu á mál­inu lauk um sum­arið í kjölfar atviksins og lá þá fyr­ir niðurstaða í mál­inu. Þar sem sak­born­ing­ur­inn var einnig lát­inn var ekki dæmt í mál­inu og því gat dóttir hennar nýtt sér úrræðið.

Helga Vala Helga­dótt­ir var lögmaður dótturinnar og vann að bóta­kröf­um fyr­ir henn­ar hönd. Ann­ars veg­ar var send krafa til lög­reglu sem fór þaðan til bóta­nefnd­ar og hins veg­ar var gerð krafa í dán­ar­bú hjón­anna.

Málið tók mjög á dótturina að sögn Helgu Völu. „Þetta er hrika­lega sorg­legt og þungt mál. Það er auðvitað al­veg svaka­lega þungt að fá svona fregn­ir, þó að hún hafi vitað að það væri erfitt hjá þeim,“ sagði hún í sam­tali við mbl.is.

Um bóta­sjóðinn gilda lög nr. 69/​1995. Þar kem­ur fram að sjóðnum sé meðal ann­ars ætlað að bæta and­lát sem leiðir af brot­um á al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um. „Verði af­leiðing hins refsi­verða verknaðar sú að brotaþoli and­ast skulu bæt­ur greidd­ar vegna hæfi­legs út­far­ar­kostnaðar og bæt­ur vegna missis fram­fær­anda. Skil­yrðið um að brot skuli varða við al­menn hegn­ing­ar­lög er sams kon­ar og gild­ir um lík­ams­tjón vegna brota á al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um (1),“ seg­ir í lög­un­um.

Dóttir konunnar ræddi við Önnu Marsi­bil Clausen, blaðamann mbl.is, um móður sína og var viðtalið birt á mbl.is og í Morg­un­blaðinu. Von­aðist dóttirin til þess að sag­an kynni að bjarga öðrum kon­um frá sömu ör­lög­um og mættu móður henn­ar. Í viðtal­inu grein­di hún frá því að móðir henn­ar hefði tví­veg­is reynt að skilja við manninn, í seinna skiptið þrem­ur vik­um áður en hann myrti hana.

 

Heimildir:

Einar Þór Sigurðsson. 27. apríl 2016. Kveður móður sína sem var myrt á Akranesi: „Elsku mamma – við vitum að þú ert með okkur“… verður jarðsungin frá Akraneskirkju í dag. DV.

Innlent. 8. ágúst.2016. Vill bætur vegna morðsins á …. MBL.

Tryggvi Páll Tryggvason. 7. júlí 2016. Skaut … með byssu úr dánarbúi föður síns. Vísir.

Ægir Þór Eysteinsson. 14.aprí.2016. Nöfn hjónanna sem fundust látin á Akranesi. RÚV.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -