Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Maður skotinn með haglabyssu – Sá myrti átti að hafa misnotað morðingjann kynferðislega

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Milli jóla og nýárs árið 1996 skaut ungur Hafnfirðingur Hlöðver til bana við Krýsuvíkurveg. Þeir þekktust en höfðu ekki talast við lengi. Atvikið var uppgjör vegna misnotkunar sem Hlöðver átti að hafa beitt hinn unga mann á árum áður, meðal annars við Krýsuvík.

Ungi maðurinn var einn til frásagnar um þessa örlagaríku nótt. Það var hlýtt en slagveðursrigning þegar hann gekk út í bíl til Hlöðvers með hlaðna byssuna og settist í farþegasætið.

Maðurinn skaut Hlöðver með haglabyssu í aftanverðann upphandlegg hægri handar og tættu höglin í sundur margar æðar svo mikið blæddi. Í kjölfarið fór Hlöðver í lost og blæddi út. Hlöðver fannst látinn við Krýsuvíkurveg, en Hlöðver var einnig mjög hjartaveikur.

Gerði lítið úr misnotkuninni

Ungi maðurinn var handtekinn í kjölfar morðsins og játaði hann á sig verknaðinn. Samkvæmt manninum hafði hann sjálfur hringt í Hlöðver kvöldið áður og beðið hann að sækja sig. Maðurinn var töluvert ölvaður og tók hlaðna haglabyssu með sér í bílinn. Hann bað Hlöðver að keyra út á Krísuvíkurveg, en þar ákvað hann að bjóða Hlöðveri birginn. Hann fór að rifja upp sárar minningar af kynferðisofbeldi, sem hann sagði að Hlöðver hafði framið gegn sér, tíu árum áður.

Maðurinn sagði Hlöðver hafa gert lítið úr misnotkuninni og þá hafi hann mikið reiðst. Báðir yfirgáfu bílinn meðan á samræðunum stóð og endaði með því að maðurinn skaut að Hlöðveri, til þess að ógna honum, að eigin sögn.

Hlöðver hafi þá hlaupið á brott, en maðurinn tók bíl hans og keyrði hann inn í Hafnarfjörð þar sem hann skildi hann eftir. Maðurinn sagði við yfirheyrslur og fyrir dómi að hann hafði ekki ætlað sér að drepa Hlöðver heldur einungis hræða hann. Hins vegar hafi Hlöðver snúið sér við um leið og hann skaut og höglin þá lent í upphandlegg hans.

- Auglýsing -

Tældu drengi í tuttugu ár

Maðurinn var ákærður fyrir manndrápið á Hlöðveri og í júní, sama ár. Réttað var yfir honum í Héraðsdómi Reykjaness. Þann 4. júní var atvikið sviðsett við Krýsuvíkurafleggjarann að viðstöddum dómurum, lögmönnum og ákærða. Í réttarhöldunum stigu einnig fram tvö vitni sem sögðust hafa orðið vitni að misnotkun Hlöðvers á honum. Það hefði átt sér stað í Krýsuvíkurhrauni, á heimili Hlöðvers við Álfaskeið 4 og við Hafnarfjarðarhöfn þar sem hann starfaði sem vaktmaður. Þeir tveir menn sem báru vitni sögðust báðir hafa verið misnotaðir af bræðrunum Hlöðveri og Árna og höfðu haldið því leyndu líkt og ungi maðurinn. Einnig vissu þeir um fleiri sem höfðu orðið fyrir barðinu á bræðrunum.

Lengi hafði verið vitað að mennirnir væru að eiga við unga drengi í Hafnarfirði. Foreldrar vöruðu börn sín við þeim og lögreglan var á varðbergi og bægði ungum drengjum frá höfninni. Engin kæra hafði birst fyrr en árið 1992 þegar móðir andlega fatlaðs drengs tók af skarið. Í frétt DV frá 13. nóvember það ár segir:

„Ég veit að þessir bræður eru búnir að stunda þetta í fjöldamörg ár. Hversu margir drengir hafa orðið fyrir barðinu á þeim veit ég ekki en ég vil vara foreldra við þeim. Svo virðist sem bræðurnir hafi stundað þá iðju að lokka drengi bæði um borð í skip í Hafnarfjarðarhöfn og á heimili sitt í gamla bænum í Hafnarfirði. Þar hafa þeir sýnt ungum drengjum klámmyndbönd, boðið upp á sælgæti, áfengi og tóbak og borgað fyrir samræði við þá.“

- Auglýsing -

Sleppt úr haldi

Hlöðver var með símanúmerabirti þar sem sást að hringt hafði verið í hann af heimili unga mannsins um nóttina. Heima hjá Hlöðveri fannst blað þar sem á stóð nafn unga mannsins og símanúmer. Leit hófst að bifreiðinni sem fannst loks síðdegis bak við fiskverkunarhús við Herjólfsgötu í Hafnarfirði.

Rannsóknin beindist strax að unga manninum og var hann handtekinn samdægurs. Hann vísaði lögreglu á Remington-haglabyssuna en neitaði að hafa framkvæmt verknaðinn. Þá fannst önnur haglabyssa, rússnesk að gerð, við húsleit hjá honum og nokkur haglaskot. Dómari féllst hins vegar ekki á gæsluvarðhald og var manninum því sleppt. En lögreglan hafði hann þó enn grunaðan og rannsókn málsins miðaðist við það.

Lögreglan hafði ýmis gögn til rannsóknar. Í Lödunni fannst sígarettustubbur sem einhver hafði drepið í á mælaborðinu og var hann sendur út til Noregs til DNA-rannsóknar. Niðurstöðurnar sýndu að 99 prósent líkur væru á því að munnvatnið í stubbnum væri úr unga manninum. Á líki Hlöðvers fannst forhlað, innan úr haglabyssuskoti, sem rannsókn sýndi að passaði við Remington-byssuna. Þegar leyfi fékkst fyrir að skoða símhringingar sást að í níu skipti hafði verið hringt úr síma unga mannsins til Hlöðvers þessa nótt.

Maðurinn var dæmdur til 10 ára fangelsisvistar, en tekið var tillit til fortíðar hans og Hlöðvers og þess að maðurinn var ekki í andlegu jafnvægi þegar hann hleypti af haglabyssunni. Hlöðver hafði eins og fyrr segi verið ásakaður og kærður fyrir að misnota unga drengi en aldrei hafði náðst að sanna neitt alvarlegt á hann.

 

Heimildir:

Kristinn H. Guðnason. 20. maí 2018. Sakamál: Drap níðing sinn í Hafnarfirði. DV.

Friðrik Þór Guðmundsson og Haraldur Jónsson. 19. nóvember. 1992. Árangurslaust reynt að hanka þá um árabil. Pressan. 46. tölublað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -