Maðurinn sem leitað er að í Grindavík er enn ófundinn. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði í samtali við Vísi í morgun að leit stæði enn yfir í sprungunni. Tveir menn hafa farið niður í körfu en leitað er á sjö til átta metra dýpi í sprungunni.
Verkfæri mannsins fundust í gær en segir Úlfar lítið meira hægt að segja um málið að svo stöddu. Aðspurður um svæðið sem leitað er á segir hann breidd sprungunnar fara breikkandi því sem neðar dregur. „Og fyrir neðan, hvað eigum við að segja… vinnusvæði björgunarmanna er vatn,“ sagði hann að lokum.