- Auglýsing -
Mikil magakveisa hefur herjað á hótelgesti á Tenerife og hafa margir Íslendingar, staddir á eyjunni fögru, kvartað sáran. Mannlíf fjallaði nýlega um málið og var í sambandi við Jone Urrutia, upplýsingafulltrúi Bitacora hótelsins, þar sem hann tjáði okkur um gang mála.
„Við höfum fengið staðfestingu á því, að ekki sé um faraldur ræða á hótelinu. Tilfellin eru ekki alvarleg og hafa allar reglur um heilbrigði og hreinlæti verið uppfylltar til hins ýtrasta. Þetta hefur BIOLAB greiningarfyrirtækinu, staðfest við okkur. Ennfremur hefur sjálfstæð læknisþjónusta meðhöndlað nokkra viðskiptavini okkar og höfum við fengið staðfestingu frá þeim, að ekki sé um nóróveiru að ræða. Sjúklingar hafa verið með væg einkenni, magaóþæginda sem hvorki hafi þurft á innlögn að halda, né annars konar læknisþjónustu.
Við höfum samt sem áður á Bitacora hótelinu ákveðið að herða allar reglur um sótthreinsun og hreinlæti, til að auka öryggi gesta okkar, enn frekar,“ segir Jone í samtali við Mannlíf.