Mánudagur 13. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Magga Frikka birtir öll hatursfullu skilaboðin: „Hvað er að Íslenskri þjóð?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Hvað er að Íslenskri þjóð,“ spyr ritstýran og baráttukonan Margrét Friðriksdóttir. Hún hefur ákveðið að birta fjölda hatursfullra netskilaboð sem henni hefur borist undanfarna daga eftir að hún hóf herferð sína gegn Icelandair flugfélaginu.

Eins og Mannlíf greindi frá var Margréti vísað úr flug­vél Icelandair; hún var að leið til Þýska­lands og var samkvæmt heimildum Mannlífs vísað úr vélinni vegna þess að hún neitaði að bera grímu.

Sjálf hefur Margrét sagt að starfs­fólk Icelandair hafi sýnt henni ó­kur­teisi; Margŕéti var fylgt úr vélinni í af lögregluþjónum.

„Afhverju þetta hatur og illgirni?,“ spyr Margrét eftir að yfir hana hefur rignt ummælum og skilaboðum frá íslenskum netverjum. Og hún heldur áfram í færslu sinni á Facebook þar sem hún birtir fjölda hatursfullra skilaboða.

„Eins og mörgum er kunnugt um þá lenti ég í afar leiðinlegu atviki og var vísað úr flugvél fyrir að reyna standa á mínum réttinum, það gekk ekki eftir og að lokum samþykkti ég að handfarangurinn minn yrði tekinn svo að ég kæmist með vélinni. Þetta er alltsaman úrskýrt vel í fréttum og augljóslega var þarna alvarlega brotið á réttindum farþega.
Þrátt fyrir að þetta allt hefur komið fram þá þarf ég samt að standa undir hópeinelti á netinu sem enginn á skilið eða að þurfa samþykkja. Það vita allir í þessu samfélagi að einelti getur drepið, en einhverra hluta vegna þá virðist hópeinelti samþykkt í sumum tilfellum.
Þetta gefur til kynna að það sé alvarlegt ástand í Íslensku samfélagi og við sem þjóð erum í raun að andlegu hruni kominn. Fólk er alltaf tilbúið að leggjast í skotgrafirnar án þess að þekkja málið til hlýtar og þessi svokallaði cancel culture, eða útskúfunarmenning hefur verið að færast í aukanna og þykir hið besta mál að dæma menn án dóms og laga og taka af þeim æruna útaf gróusögum eða tilbúining sem enginn hefur getað röskstutt sem sannfærandi hætti.
Ég hef því ákveðið að sýna ykkur hér svar á hvítu hvað er í gangi og þau skelfilegu komment sem viðhöfð þegar að mér er sýndum fasismi og óvinveitta hefðun af þjónustuaðilum sem ég keypti þjónustu af en var svo svikin um þjónustuna og þá á bara að teljast í góðu lagi samkvæmt „góða fólkinu“.
Sjón er sögu ríkari!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -