Eins og Mannlíf greindi frá var Margréti vísað úr flugvél Icelandair; hún var að leið til Þýskalands og var samkvæmt heimildum Mannlífs vísað úr vélinni vegna þess að hún neitaði að bera grímu.
Sjálf hefur Margrét sagt að starfsfólk Icelandair hafi sýnt henni ókurteisi; Margŕéti var fylgt úr vélinni í af lögregluþjónum.
„Afhverju þetta hatur og illgirni?,“ spyr Margrét eftir að yfir hana hefur rignt ummælum og skilaboðum frá íslenskum netverjum. Og hún heldur áfram í færslu sinni á Facebook þar sem hún birtir fjölda hatursfullra skilaboða.