Ritstýran og baráttukonan Margrét Friðriksdóttir er gjörsamlega orðlaus yfir því hvert menntastefna grunnskólanna er að fara með æsku landsins. Hún segir skólanna standa fyrir úrkynjun meðal barna sem skili sér fljótt í einkennilegum hugsanaheimi þeirra.
Ástæðan fyrir reiði Margrétar er að hún sá færslu nemanda í Langholtsskóla, inni í hverfishópi íbúa á Facebook, þar sem nemandinn óskaði eftir því að fá gefins eyrnalokka og föt til að klippa niður á dúkku fyrir verkefni sem viðkomandi var að vinna í skólanum. Með færslunni birti nemandinn þessa mynd af dúkkunni:
Og Magga er sko ekki sátt. „Þetta er birtingarmynd guðleysis og wokeisma í grunnskólum borgarinnar, Langholtsskóli bannaði kristinfræðslu i þeirri mynd sem hún var og bannaði einnig litlu jólin og heimsóknir skólabarna á aðventuhátiðina, urkynjunin greinilega fljót að skila sér, takið eftir barnið/nemandinn setur lokk í kynfæri dúkkunnar og geirvörtur,“ segir hún.