Föstudagur 22. nóvember, 2024
-3.7 C
Reykjavik

Magga Frikka sannfærð um að geta ekki smitað aðra: „Ég er greinilega ein af þeim“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Baráttukonan og ritstýran Margrét Friðriksdóttir fullyrðir að hún geti ekki smitað aðra af Covid-19 því hún sé sjálf ónæm fyrir sjúkdómnum. „Ég er greinilega ein af þeim. Þetta þýðir ef ég get ekki smitast þá get ég heldur ekki smitað útfrá mér,“ segir hún í nýlegri færslu á Facebook.
Þar gefur Margrét einnig fréttir af dætrum sínum sem báðar smituðust af Covid en eru að jafna sig. „Yngri stelpan mín er orðin góð en sú eldri er með smá kvef núna, hún veiktist aðeins meira en hin, ég er að vísu búin að gefa þeim Ivermectin, D-vítamín, lýsi, C-vítamín og Zink. Ég hinsvegar greinist ekki smituð og ekki með nein einkenni þrátt fyrir að ég sé mjög útsett hér á heimilinu. Ég vil án gríns núna láta rannsaka blóðið í mér og fá skýringar hvers vegna ég er ekki að smitast þrátt fyrir margar tilraunir.“

Líkt og Mannlíf greindi frá hefur Margrét síðustu daga verið að reyna að smitast af Covid-19 en ekkert gengur. Báðar dætur hennar smituðust og hefur Margét reynt allt til að smitast af þeim, en án árangurs.

Aðspurð hvers vegna hún reyni nú allt til að smitast af Covid segir Margét ástæðuna vera þá að hana langi í mótefnið í líkama sinn. „Merkilegast er að ég er búin að bera reyna smitast en ekkert gengur og eldri stelpan mín smitast ekki heldur, erum allar óbólusettar. Ég er einmitt búin að vera drekka úr glasinu hennar og láta hana anda ofan í mig en ekkert gengur,“ sagði Margét í samtali við Mannlíf.

Margrét hefur skráð sig í alþjóðlega samanburðarrannsókn þar sem reynt verður að finna út hvor hópurinn er betur varður gegn kórónuveirunni, bólusettir eða óbólusettir. Varla þarf að taka það fram að Margrét tilheyrir síðari samanburðarhópnum enda hefur hún lengi talað gegn bólusetningum hér á landi gegn veirunni skæðu. Samkvæmt rannsókninni segist Margét alls ekki mega láta bólusetja sig gegn Covid-19.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -