Ritstjórinn á Fréttin.is – Margrét Friðriksdóttir – getur ekki ferðast til Úkraínu til að fylgjast með atkvæðagreiðslum um sameiningu nokkurra úkraínskra héraða í nánd við Rússland.
Þetta staðfestir Margét í samtali við vefmiðilinn mbl.is.
Kveðst Margŕét hafa misst af tengiflugi til Rússlands, eftir að henni var vísað úr flugvél Icelandair í gær fyrir að neita að nota grímu.
Hún er ósátt:
„Er þetta þá bara eitthvað happadrætti hvenær maður fær að komast um borð í vél Icelandair.“
Hún segist ætla að sækja sér bætur; segir tjónið hafa verið gríðarlegt – en hún var búin að fjárfesta í dýrum búnaði sem nýta átti til kvikmyndagerðar; en ætlunin var að gera heimildamynd.
Eins og staðan er núna segist Margrét vera komin með lögmann í málið; næsta skref verður að sækja bætur vegna tjónsins sem hún varð fyrir.