- Auglýsing -
Magnús Hákonarson er fyrrverandi formaður BDSM samtakanna á Íslandi. Sem ungur maður uppgötvaði hann áhuga sinn á bindingum í kynlífi. Hann telur bindingar vera sterka BDSM hneigð.
Magnús, sem hefur verið viðloðinn BDSM á Íslandi síðastliðin aldarfjórðung, var gestur í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsinu:
„BDSM er skammstöfu; stendur fyrir bindingar, drottnun og undirgefni og sadómasókisma,” segir hann og bætir við að saga BDSM sé ekki eldri en sirka 80 til 90 ára; en að kvikmyndin The Wild One með Marlon Brandon frá árinu 1953 hafi lagt línurnar hvað varðar svart leður; helsta einkenni BDSM:
„Tískan eða hefðin í kringum BDSM er óskaplega menningarbundin: Leðrið í vestrænum heimi er tengt valdi; það var bara ríka fólkið og valdið sem hafði efni á leðri,“ segir hann.
Magnús segir að BDSM gangi ekki út á að meiða stjórnlaust annað fólk; segir BDSM ganga út á traust og kærleika, sem sé grunnur í tengslunum sem eiga sér stað í BDSM.
Alveg sama hvort verið sé að flengja, binda, klípa eða klóra, þá snýst þetta um að þekkja sjálfan sig; sitt ferli og ítarlegan undirbúning sem felst í samskiptum byggðum á heiðarleika.
„Lykilatriðið í BDSM er að ef þú ætlar að gera þetta vel og líða vel með það, þá þarftu að vinna mikið í sjálfum þér.“
Magnús bætir við að BDSM snúist um sjálfsást: Segir fjölbreyttar ástæður fyrir því að fólk vill stunda BDSM.
„Það er hægt að fara út í BDSM á kolröngum forsendum; sem dæmi má nefna þessa tengingu við sjálfsskaða og mörkin geta verið óskýr, en eru það í raun ekki.“
Magnús vill meina að BDSM sé afar víðfeðmt hugtak; rúmi óheyrilega mikið, svo lengi sem grunnurinn er eðlilegur og réttur; nefnir í því samhengi frásögn af erlendu pari sem fóru í svokallaðan „Dexterleik.“
Þar var sett á svið skipulagt morð þar sem einn aðilinn lék morðingja í plastlögðu rými á meðan hinn lék fórnarlambið og var raunverulega skorið á háls án þess þó að skorið væri í æðar.
BDSM samtökin eru hagsmunaraðili samtakana 78 og hafa verið það í fimm ár.
„BDSM-ið er klárlega á hinsegin rófinu. Fólk sem er BDSM hneigt er öðruvísi, þú læknar ekki samkynhneigð, þú læknar ekki BDSM hneigð, þetta er bara partur af þér. Margir bera skömm í kringum þetta, það eru fordómar í kringum þetta,” segir Magnús spurður af hverju honum finnist BDSM eiga heima í samtökunum 78.
Hlusta má á viðtalið í fullri lengd í hlaðvarpinu Þvottahúsið á vef mbl.is og einnig horfa á hann á vefsíðunni vinsælu, YouTube.