Föstudagur 25. október, 2024
3.2 C
Reykjavik

Magnús Már Kristjánsson prófessor er fallinn frá

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Magnús Már Kristjánsson, prófessor við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, er látinn. Hann var 66 ára að aldri.

Magnús Már Kristjánsson
Ljósmynd: Facebook

Rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson tilkynnti andlát Magnúsar í Facebook-færslu þar sem hann þakkar honum fyrir störf sín við skólann.

Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Íslands, minn­ist Magnús­ar í færslu á Face­book-síðu sinni og þakk­ar hon­um fyr­ir störf sín í þágu skól­ans.

Magnús fædd­ist í Reykja­vík þann 27. ág­úst 1957. Hann lauk stúd­ents­prófið frá Mennta­skól­an­um við Tjörn­ina 1977, BS-prófi í mat­væla­fræði við Há­skóla Íslands 1980, meist­ara­gráðu í mat­væla­efna­fræði frá Kali­forn­íu­há­skóla Dav­is árið 1983 og doktors­gráðu frá Cornell-há­skóla í sömu grein árið 1988. Kemur þetta fram í tilkynningu Jóns Atla.

Þar kemur einnig fram að Magnús hafi starfað sem sérfræðingur við Danmarks Tekniske Univesitet frá 1988 til 1991 á sviði sjávarlíftæknis. Síðar varð hann sérfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands frá 1991 til 1994 og fræðimaður í fjögur ár eftir það.

Hlaut Magnús dósentsstöðu við Háskóla Íslands í matvælaefnafræði árið 1999 og gegndi þeirri stöðu til 2008. Í ár eftir það gegnd hann stöðu dósents í lífefnafræði og síðan pófessorstöðu frá 2009. Þá var hann deildarstjóri lífefnafræðideildar Raunvísindastofnunar frá 2009 til 2022 og vann auk þess sem gestakennari í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi.

- Auglýsing -

Í samstarfi við vísindamenn á Íslandi og erlendis, rannsakaði Magnús próteinkjúfa úr sjávarlífverum sem aðlagast hafa kulda. Með þeim rannsóknum skoðaði hann byggingar kulavirkra ensíma og hvötunargetu þeirra. Hafa rannsóknirnar varpað ljósi á hvernig bæta megi ensím og aðlaga þau til hagnýtra nota í iðnaði.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -