Leitað er eftir Magnúsi Kristni Magnússyni en hann hefur ekki skilað sér heim eftir ferð í Dóminíska lýðveldinu. Magnús fór þess ytra þann 3. september síðastliðinn og átti bókaðan miða aftur heim til Íslands viku síðar eða þann 10. september. Hvorki hefur heyrst frá honum né spurst síðan á heimferðardaginn, en Magnús skilaði sér ekki í flugið.
Rannveig Karlsdóttir, systir Magnúsar hefur sett út færslu á samfélagsmiðlum og óskar eftir aðstoð við leitina að bróður sínum:
„Við höfum ekki náð sambandi við símann hans og það er engin hreyfing á samfélagsmiðlum né bankareikningi hans.“
Hún biðlar til þeirra sem þekkja til þar ytra og telji sig geta hjálpað: „Þá þiggjum við alla hjálp fegins hendi enda farin að óttast mjög um afdrif hans.“
Þá segir jafnframt að Magnús Kristinn sé fæddur árið 1987. Hann er um það bil 185 sentimetrar á hæð, grann- og íþróttalega vaxinn. Dökkhærður og með gráblá augu.
Þeir sem telja sig geta veitt frekari um afdrif Magnúsar eru hvattir til að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000.
Hér má sjá færslu Rannveigar systur Magnúsar í heild: