Föstudagur 15. nóvember, 2024
-2 C
Reykjavik

Magnús skilaði sér ekki í flugið frá Dóminíska lýðveldinu: „Farin að óttast mjög um afdrif hans“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leitað er eftir Magnúsi Kristni Magnússyni en hann hefur ekki skilað sér heim eftir ferð í Dóminíska lýðveldinu. Magnús fór þess ytra þann 3. september síðastliðinn og átti bókaðan miða aftur heim til Íslands viku síðar eða þann 10. september. Hvorki hefur heyrst frá honum né spurst síðan á heimferðardaginn, en Magnús skilaði sér ekki í flugið.

Rannveig Karlsdóttir, systir Magnúsar hefur sett út færslu á samfélagsmiðlum og óskar eftir aðstoð við leitina að bróður sínum:

„Við höf­um ekki náð sam­bandi við sím­ann hans og það er eng­in hreyf­ing á sam­fé­lags­miðlum né banka­reikn­ingi hans.“

Hún biðlar til þeirra sem þekkja til þar ytra og telji sig geta hjálpað: „Þá þiggjum við alla hjálp fegins hendi enda farin að óttast mjög um afdrif hans.“

Þá segir jafnframt að Magnús Kristinn sé fæddur árið 1987. Hann er um það bil 185 sentimetrar á hæð, grann- og íþróttalega vaxinn. Dökkhærður og með gráblá augu.

Þeir sem telja sig geta veitt frekari um afdrif Magnúsar eru hvattir til að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000.

- Auglýsing -

Hér má sjá færslu Rannveigar systur Magnúsar í heild:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -