Fimmtudagur 24. október, 2024
0.5 C
Reykjavik

Magnús telur óskynsamlegt að halda partí í Grindavík: „Þú tjaldar ekki á sprungusvæði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og hann spurður út í ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um aðgengi Grindvíkinga að bænum. Í gær barst tilkynning þess efnis að íbúum og fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík er heim­ilt  að dvelja og starfa í bæn­um all­an sól­ar­hring­inn.

„Það eru alls kyns varnaðarorð sem fylgja þessari opnun og bara Grindvíkingar sem mega fara inn. Fólk er ekki hvatt til að gista þarna og þetta er auðvitað enginn staður fyrir börn, það er alveg ljóst. Þú tjaldar ekki á sprungusvæði,“ segir Magnús Tumi.

Aðspurður af fréttamanni hvort hann myndi sjálfur gista í bænum sem Grindvíkingur, svarar hann:

„Ef ég þyrfti þess, þá myndi ég nú alveg sofa þar. En ef ég væri með krakka, þá myndi ég aldrei gera það. Og fólk sem hefur ekki fulla hreyfigetu, ég held að þetta sé ekki staður fyrir það. En sá sem er tilbúinn að vera þarna, með allt pakkað og er alltaf tilbúinn, fyrir hann myndi ég telja þetta ásættanlega áhættu.“

Mangús Tumi telur það vera vísir að góðu að fyrirtæki fái aðgang en að varar við að fólk sofni á verðinum:

Ég held að það sé bara gott, svona fyrir þjóðfélagið. Það er ákveðin áhætta en ég held að það sé ásættanleg áhætta, á meðan fólk tekur þessu alvarlega,“ segir Magnús Tumi en telur að ekki sé skynsamlegt að halda partí í bænum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -