Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Magnúsi leiðist í gæsluvarðhaldinu: „Ef ég hljóma hvass þá er ég ekki að reyna það“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Líkt og fram hefur komið í fréttum í dag var aðalmeðferð í svokallaða Barðavogsmálinu tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þar var rætt við hinn ákærða, Magnús Aron Magnússon, sem ákærður er fyrir að valda dauða Gylfa Begmanns Heimissonar í júní í fyrra. Einnig var rætt við vitni í málinu sem og lögregluna sem kom að því.

Sagt var frá vitnisburði Magnúsar í morgun hjá Mannlífi en hér má lesa frekari vitnisburð hans fyrir dómi í dag.

Sjá einnig: Magnús lýsir deginum í Barðavogi: „Hann reynir að taka í lappirnar en ég sparka í andlitið á honum“

Harkalegt bank

Sækjandi í málinu spurði Magnús frekar út í hnéspark sem hann sagðist hafa veitt Gylfa í átökunum. Magnús hafði áður sagt að Gylfi hefði staðið er hann fékk höggið.

„Hnésparkið. Hvernig fórstu að þessu ef hann stóð?“

- Auglýsing -

Magnús svaraði: „Hann beygði sig fram og greip í mig og hann hnésparkaði í andlitið.“

„Slasaðist þú í átökunum?“

Magnús svaraði því til að hann hefði bólgnað aðeins og fengið blóðnasir.

- Auglýsing -

„Hvar varstu að vinna á þessum tíma?“ spurði sækjandinn Magnús sem svaraði: „Af hverju viltu vita það? Neita að svara.“

Verjandi Magnúsar bað hann um að lýsa bankinu frá Gylfa, sem hann hafði áður sagt frá.

Magnús: „Þetta var harkalegt bank.“

„Segir hann eitthvað?“

Magnús: „Hann stígur inn og segir „Við þurfum að ræða saman“. Ég var ekki búinn að segja neitt.“

„Geturðu lýst hver eigi fyrstu snertinguna? Mannstu það?“

Magnús: „Man ekki.“

„Varstu hræddur við Gylfa?“

Magnús: „Já. Ég meina, viltu vita meira um það akkurat? Sko, hann var ekki það stærri en ég en hann var í víðri skyrtu og virkaði sterkur, hann var eldri og þroskaðri. Ég var smeykur við hann.“

„Varstu hræddur við það sem var að gerast? Verðurðu bara hræddur þegar hann er fyrir utan?“

Magnús: „Ég myndi segja hissa til að byrja með.“

„Þið fallið niður stigann, hvor fellur fyrr?“

Magnús: „Þetta var svona eins og snjóbolti, þetta gerðist allt í einu. Ég ligg á bakinu og hann er yfir mig og ég gríp í hann og toga hann til mín og við föllum niður stigann.“

„Hugsaðirðu einhvertímann að þú vildir bana honum?“

Magnús: „Nei.“

„Er hann ennþá með meðvitund þegar þú átt síðasta höggið? Veitirðu honum einhver högg eftir að hann rotast?“

Magnús: „Nei.“

„Hvað leið langur tími frá því að þú hringdir í neyðarlínuna?“

Magnús: „Fór fyrst upp í föt.“

Deildi við annan nágranna

Magnús var spurður hvernig hann sæi fyrir sér framtíðina

Magnús: „Ég vil ekki svara persónulegum spurningum.“

Einn þriggja dómara réttarins spurði: „Hvað vildi Gylfi tala við þig um?“

Magnús: „Eins og ég hef óskýrt var eitthvað ósætti milli mín og manns á miðhæðinni.“

„Hvað ætlaði hann að fara að ræða við þig? Svona nákvæmlega?“

Magnús: „Ég veit ekki alveg hvernig ég á að svara þessu.“

„Í hvaða ástandi var hann?“

Magnús: „Hann var skýr, pottþétt ekki drukkinn en ég er enginn sérfræðingur. Hann var æstur, hann var ekki glaður að sjá.“

„Hafðirðu séð hann eitthvað áður?“

Magnús: „Ég hafði séð hann í gegnum glugga á lóðinni en hef aldrei talað við hann. Finnst þér það skrítið?“

Dómarinn svaraði því til að nei, það væri ekki skrítið en stundum væru samskipti á milli nágranna.

„Af hverju kom hann upp en ekki fólkið á miðhæðinni sem var að kvarta?“

Magnús: „Þekkirðu gæjann á miðhæðinni? Hann er ekki svona alpha, hann er svona nörd, ekki agressív týpa. Hann er ekki týpa til að vera með svona.“

„Út á hvað gekk þessi deila?“

Magnús: „Vandræðalegt að tala um þetta en þau voru að leggja mig í einelti. Fyrst þegar ég hitti hann þá spurði ég hvort hann væri nýji nágranninn, „heldur betur“ svaraði hann og gekk inn. Spurði hann hversu gamall hann væri. Hann sagði „54“ ára en hann var 26 ára á þessum tíma. Þau voru mikið að pæla í mér. Þegar vinir komu í heimsókn voru þau að tala um mig.“

„Af hverju ætti þetta fólk að vera að tala um þig sem þú upplifir með neikvæðum hætti?

Magnús: „Æ þau vildu bara meina að ég væri skrítinn. Ég hef enga samúð með þessum gæja. Arnþrúður spurði mig áðan hvað ég var að gera á þessum tíma en ég var atvinnulaus og gaurinn á miðhæðinni var alltaf að væla yfir því.“

Sækjandinn spurði þá Magnús: „Tengdir þú komu Gylfa við samskiptin við miðhæðina? Vissirðu af hverju hann var að koma?“

Magnús: „Ég tengdi þetta bara við deilurnar. Sko, þau mamma hafði sagt mér að þau hafi verið í þessu húsfélagi saman. Hann var svona með þeim í liði.“

„Var hann uppistandandi þegar þú rotaðir hann? Voru einhver átök eftir það?“

Magnús: „Nei.“

„Eftir að þið komuð út, fannst þér enn stafa ógn af Gylfa?“

Magnús: „Já, hann vildi ekki hætta. Hann sýndi það með því að fara ekki.“

Dómari: „Ég spurði þig varðandi síðasta höggið, hvort hann hefði verið liggjandi eða standandi:

„Hann var standandi.“

Ósammræmi

Sækjandinn fékk orðið: „Það er ósamræmi í lýsingu hans í skýrslutöku lögreglu og svo hér. Í skýrslatöku segir Magnús að Gylfi hafi „skokkað niður sjálfur“ stigann.“

„Ég var ekki í ástandi til að lýsa þessu, þetta var rétt á eftir. Lýsingin er ekki rétt.“

Fram kom í skýrslatöku lögreglu rétt eftir atvikið að Magnús segist hafa sparkað ítrekað í andlitið á Gylfa. Í réttarsalnum segir Magnús að upptakan sem skýrslan er gerð eftir, sé allt önnur, það sé búið að „edita“ pappírinn, hlutirnir orðaðir öðruvísi.

Dómari spyr hvort þetta sé rangt í fyrstu skýrlunni.

„Ég vil bara taka fram að þetta er Microsoft pappír og búið að edita. Tja, það eru 10 mánuðir síðan, ég man ekki eftir þessu.“

Verjandinn spurði: „Hvers vegna sagðiru ekki rétt frá?“

„Af því að ég var ekki í ástandi. Var illa sofinn. Ég tek fram, ég var ekki að reyna að bana honum.“

„Í skýrslunni sagðistu hafa fundið fyrir prímatísku eðli þegar þú varst að slást við Gylfa. Hvað áttirðu við?“

„Ég vil taka fram að ég man lítið eftir þessum skýrslum. Sko ég hef aldrei verið í svona aðstæðum áður og hef ekki lýst svona áður þannig að kannski var orðaforðinn minn ekki nógu góður. En þetta var heima hjá mér og þess vegna var ég extra varkár.“

Myndband var á þessum tímapunkti sýnt í réttarsalnum, af skýrslatöku lögreglu þar sem Magnús segist hafa bæði kýlt og sparkað í Gylfa þar sem hann lá á jörðinni.

Verjandi spyr: „Mannstu eftir samtalinu í fangaklefanum? Mannstu eftir að hafa verið látinn vita að þú yrðir yfirheyrður í fangaklefanum? Var þér bent á að þú þyrfir ekki að tjá sig? Mannstu eftir að þér hafi verið tjáð að þú ættir rétt á verjanda? Mannstu hvort þú hafir verið spurður hvort þú værir í ástandi til að svara spurningum?“

„Nei, ég man ekki eftir því. Ég man ekkert eftir þessu.“

Dómari: „Myndir af vettvanginum sýna að það var blóð á dyrakarminum í risibúðinni, geturðu útskýrt það?“

„Var það? Nei.“

Magnús var þá spurður út í atvik sem gerðist milli hans og annars manns í húsinu, daginn fyrir þennan örlagaríka dag en hann neitaði að tjá sig um það.

Leiðist í gæsluvarðhaldi

Dómari í réttinum spurði Magnús á þessum tímapunkti hvernig honum liði eftir að hafa verið í gæsluvarðhaldi í marga mánuði.

„Ekki vel. Leiðist,“ svaraði Magnús. Aðspurður af hverju honum leiddist sagði hann takmarkað hægt að gera í gæsluvarðhaldi.

„Leið þér betur í risíbúðinni með mömmu þinni?“ spurði dómarinn þá

Magnús: „Já, leið betur þar.“

„Hvað varstu að gera þegar þú varst heima?“

Magnús: „Var að horfa á sjónvarpið og fleira og á kvöldin fór ég út að ganga.“

Annar dómari: „Þegar þú varst heima hjá þér, þér leið þokkalega vel heima, ekkert sem var að plaga þig?“

Magnús: „Nei.“

„Hver sá um að versla í matinn og annað slíkt?“

Magnús: „Mamma.“

„Sástu um einhver húsverk?“

Magnús: „Háaloftið. Sótti stigann og fór með hann aftur upp. Fór með dót upp. Vaskaði upp.“

„Fórstu mikið út af heimilinu á daginn?“

Magnús: „Nei, mjög takmarkað.“

„Þegar þú varst yngri er sagt að þú hafir sparkað í hunda og ketti, geturðu sagt eitthvað um það?“

Magnús: „Þetta var 2019.“

„Sóttirðu hjálp eftir það?“

Magnús: „Nei.“

„Óskaðirðu eftir hjálp?“

Magnús: „Nei.“

„Var það eitthvað sem þú þurftir hjálp í lífinu áður en atvikið gerðist?“

Magnús: „Ég veit ekki hvort ég eigi að vera að tjá mig um það.“

„Nú kom fram í gögnum að það var töluvert mikið magn af áfengi í Gylfa.“

Magnús: „Bíddu, var hann drukkinn?“

„Já, hann var drukkinn. Hvarflaði aldrei að þér að flýja af vettvangi?“

Magnús: „Ég var heima hjá mér og þá var ég extra varkár.“

Dómari: „Hafði sjúkrahúslögn mömmu þinnar daginn áður einhver áhrif á þig?“

Magnús„Já, ég hafði áhyggjur af því. Ég fékk að vita allt í einu að hún væri komin á sjúkrahús en ég hafði reynt að hringja í hana en hún svaraði ekki.“

Magnús bað svo sérstaklega um orðið eftir spurningarnar og sagði: „Ég vil taka fram að ef ég hljóma hvass þá er ég ekki að reyna það, er ekki vanur svona aðstæðum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -