- Auglýsing -
Lögreglan segir málið vera á lokastigi.
Í samtali við mbl.is greinir Bylgja Hrönn Baldursdóttir hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar að rannsókn á máli Alberts Guðmundssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, sé nú á lokastigi. Albert var kærður 22. ágúst fyrir kynferðisafbrot og má ekki meðan málið er í ferli spila með íslenska landsliðinu í knattspyrnu en hefur Genoa, félagsliðs hans á Ítalíu, staðið þétt við bakið á honum. Í yfirlýsingu sem Albert gaf út segist hann vera saklaus af ásökunum.