Mál knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar er komið á borð héraðssaksóknara en rannsókinu málinu er lokið af hálfu lögreglu. Frá þessu greinir RÚV. Kolbrún Benediktsdóttir staðfestir að kynferðisbrotamál Alberts sé komið til þeirra en Albert var kærður í fyrr í sumar. „Ég er saklaus af þeim ásökunum sem komið hafa fram. Ég mun ekki tjá mig frekar á meðan málið er til rannsóknar,“ sagði Albert í yfirlýsingu í ágúst um málið. Hingað til hefur málið ekki haft áhrif á Albert inn á knattspyrnuvellinum en hann hefur átt frábært tímabil með Genoa á Ítalíu. Albert má ekki spila með íslenska landsliðinu meðan málið er í þessum farvegi.