Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Mál Arons Einars og Eggerts Gunnþórs komið inn á borð ákærusviðs

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mál knattspyrnumannanna Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar er nú komið inn á borð ákærusviðs. Lögregla hefur því formlega lokið rannsókn á málinu.

Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar, staðfesti þetta við fréttastofu RÚV í gær. Um er að ræða rannsókn lögreglu á kynferðisbrotamáli sem kom upp í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug en þeir Aron Einar og Eggert Gunnþór hafa réttarstöðu grunaðra í málinu.

Meintur brotaþoli birti frásögn sína á samfélagsmiðlum í maí síðastliðnum. Sögur voru á reiki um það hvaða tveir knattspyrnumenn ættu í hlut en í lok september var greint frá því að lögregla hefði tekið mál tvímenninganna upp að nýju að beiðni brotaþola.

Þegar Aron Einar var ekki valinn í landsliðshópinn gaf hann frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði meðal annars að það hlyti að vera vegna sögusagna um meint brot í Kaupmannahöfn. Hann þvertók fyrir það að hafa gerst brotlegur gagnvart neinum og að hann ætlaði sjálfur að óska eftir því að gefa skýrslu hjá lögreglu.

„Það er hrika­legt áfall að vera ásakaður um hræðilegt of­beld­is­brot vegna at­viks sem var svo sann­ar­lega ekki með þeim hætti sem lýst er í fjöl­miðlum,“ sagði Eggert Gunnþór í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér eftir að hafa verið nafngreindur í Stundinni.

Þeir Aron Einar og Eggert Gunnþór hafa gefið það út að þeir reikni með því að málið verði fellt niður. Þetta sögðu þeir strax í desember, eftir að hafa gefið skýrslu hjá lögreglu. Rannsókn var því enn í fullum gangi á þeim tíma.

- Auglýsing -

„Þeir hafna því með öllu að hafa brotið af sér og reikna með að málið verði fellt niður. Afstaða þeirra er því alveg óbreytt. Að öðru leyti vísast til fyrri yfirlýsinga þeirra en þeir munu ekki tjá sig frekar um málið að sinni,“ sagði í yfirlýsingu frá lögmanni þeirra við það tækifæri.

Í ljós hefur komið að KSÍ leyndi málinu og virðist það hafa verið upphafið að falli Guðna Bergssonar, fyrrum formanns KSÍ, samkvæmt skýrslu úttektarnefndar á vegum Íþróttasambands Íslands um KSÍ. Hvorki Aron Einar né Eggert Gunnþór voru nafngreindir í skýrslunni en þar sagði að Guðni hefði í júní vitað að Aron Einar væri annar tveggja manna sem sakaðir væru um kynferðisbrot í metoo-frásögn á samfélagsmiðlum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -