Kæra íslenskrar konur á hendur knattspyrnumönnunum Aroni Einari Gunnarssyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni var í dag fellt niður af héraðssaksóknara. Kærði konan menninar fyrir grófa nauðgun.
Lögmaður Arons Einars, Einar Oddur Sigurðsson, staðfesti þetta í samtali við DV.
Samkvæmt Einari barst tilkynning frá héraðsaksóknara í dag, um málið. Síðasta haust lagði konan fram kæruna en hún sakaði þá Aron og Eggert um að hafa nauðgað sér á hrottafenginn hátt, eftir landsleik í Kaupmannahöfn árið 2010.
„Þetta er ánægjuefni fyrir þá. Þetta er það sem þeir hafa búist við og að vönduð rannsókn myndi leiða það í ljós að þetta væri ekki líklegt til að fá framgöngu,“ segir Einar Oddur í samtali við DV.
Konan hefur nú einn mánuð til að fara fram á það við ríkissaksóknara að málið verði rannsakað nánar.
Aron Einar leikur nú með Al-Arabi í Katar en hefur ekki hlotið náð landsliðsþjálfara Íslands síðan málið kom upp. Eggert er leikmaður FH en var nýlega gert að taka sér leyfi frá FH en áhorfendur höfðu þá kallað að honum ókvæðisorðum í leik liðsins.