Laugardagur 23. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Mamma Alexöndru varð heimilislaus í gær: „Getiði ímyndað ykkur að fara svona inn í hátíðarnar?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Í gær varð mamma formlega heimilislaus. Hún á ekki heimili né samning um heimili.“

Þetta skrifar Alexandra Sif á Twitter en hún er dóttir Margrétar Sigríðar Guðmundsdóttur, sem er 59 ára og greindist með MS-sjúkdóminn fyrir níu árum. Hún er nú á vergangi þó henni verið boðið að vera áfram á hjúkrunarheimilinu Seltjörn á Seltjarnarnesi, þar sem hún hefur búið síðustu tvö ár.

Alexandra heldur áfram: „Fyrir velvild forstöðumanns Seltjarnar þá fær mamma að vera og staðan er metin dag frá degi. Þess má geta að Kópavogsbær hafði ekki samband við Seltjörn né mömmu og hefur ekki svarað hvað eigi að gera fyrir mömmu. Þau fría sig algjörlega ábyrgð.“

Hún spyr að lokum hvort einhver gæti ímyndað sér að búa við þessa stöðu svona rétt fyrir jól. „Þau létu, með þessu aðgerðaleysi, okkur alfarið um að redda búsetu fyrir mömmu en það hangir allt í lausu lofti. Hún þarf húsnæði og það strax! Það er desember. Getiði ímyndað ykkur að fara svona inn í hátíðarnar?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -