Sunnudagur 26. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Manns með skammbyssu leitað í austurborginni – Gámaþjófur gripinn glóðvolgur á vettvangi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan leitaðo að byssumanni í austurborginni í nótt. Tilkynnt var um manninn sem var að meðhöndla skammbyssu á almannafæri. Lögregla var með töluverðan viðbúnað eins og alltaf gerist í sambærilegum málum. Byssumaðurinn var horfinn, sporlaust af vettvangi þegar lögreglan kom. Hann fannst ekki þrátt fyrir leit. Málið er í rannsókn.

Fjögurra bíla árekstur á Miklubraut. Allar bifreiðarnar voru óökuhæfar eftir óhappið og voru fjarlægðar með dráttarbifreiðum. Ekki urðu slys á fólki.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir við umferðareftirlit, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna. Málin afgreidd samkvæmt venju.

Fullur ferðamaður gerði sig líklegan til slagsmála við dyraverði á öldurhúsi í miðborginni. Þegar lögregla kom á vettvang hafði allt róast og ferðamaðurinn gékk sína leið út í nóttina.

Tilkynnt um mann sem hafði ráðist á tvo aðra og skemmt heyrnatól í eigum annars. Árásarmaðurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem meint fíkniefni fundust í fórum hans. Hann var vistaður í þágu rannsóknar málsins.

Farþegi var með ólæti í strætisvagni. Honum gert að yfirgefa vagninn og finna sér annan fararmáta.

- Auglýsing -

Tveir ökumenn voru stöðvaðir við umferðareftirlit. Þeir eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna. Málin afgreidd samkvæmt venju.

Lögregla var köllupð til vegna manns sem var að reyna að brjótast inn í gáma í Breiðholti. Hann var gripinn glóðvolgur á vettvangi og hndtekinn og læstur inni í þágu rannsóknar málsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -