Manuela Ósk, fyrrverandi fegurðardrottning, er byrjuð í sambandi.
Manuela Ósk Harðardóttir og Eiður Birgisson eru byrjuð aftur saman ef marka má instagram-reikninga þeirra en í lok júní var greint frá því að þau hefðu hætt saman eftir þriggja ára samband. Svo virðist vera að ástin hafi blómstrað á ný.
Eiður er kvikmyndaframleiðandi og framleiddi meðal annars Verðbúðina og Áramótskaupið. Manuela hefur verið heimsfræg á Íslandi síðan árið 2002 þegar hún vann Ungfrú Ísland í kjól sem Mike Tyson gaf henni. Frá 2007 til 2011 voru þau Grétar Rafn Steinsson gift en skilnaður þeirra fór að miklu leyti fram í fjölmiðlum og var ásökunum kastað fram og til baka milli þeirra um hin ýmsu málefni.