Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Margfaldur Íslandsmeistari hættir heilsunnar vegna: „Þrálátir verkir og vanlíðan“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Katla Björg Dagbjarsdóttir, þrefaldur Íslandsmeistari í svigi, er hætt vegna meiðsla

Lífið hefur ekki verið samt fyrir Kötlu Dagbjartsdóttur síðan hún rotaðist á æfingu fyrir 17 mánuðum síðan. Þrálátir verkir og vanlíðan valda því að hún hefur ákveðið að leggja skíðin á hilluna. Katla er ein besta skíðakona í sögu Íslands.

„Landsliðskonan Katla Björg hefur verið að glíma við höfuðmeiðsli síðastliðna 17 mánuði eftir að hún rotaðist á æfingu daginn fyrir Skíðamót Íslands 2022. Þrálátir verkir og vanlíðan hafa gert það að verkum að hún tekur þá ákvörðun að hætta og setja heilsuna í fyrsta sæti.

Á ferlinum tók Katla Björg þátt á tveimur Heimsmeistaramótum fullorðinna, þar náði hún besta árangri íslenskra kvenna í stórsvigi í Cortina árið 2021 og hafnaði í 34. sæti. Einnig hefur hún tekið þátt á tveimur Heimsmeistaramótum unglinga. Katla Björg sigraði tvö alþjóðleg svigmót fullorðinna á erlendri grundu og hafnaði sex sinnum á verðlaunapalli á slíkum mótum. Auk þess sigraði Katla Björg fjölmörg bikarmót á Íslandi á ferlinum ásamt því að vera margfald

ur unglingameistari sem og bikarmeistari. Síðastliðið vor landaði hún svo þremur Íslandsmeistaratitlum í fullorðins flokki, svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni. 

Það er mikilvægt fyrir yngri iðkendur skíðafélagsins að eiga góðar fyrirmyndir eins og Katla hefur ávallt verið. Skíðafélagið óskar Kötlu velfarnaðar í því sem hún tekur sér fyrir hendur. 

- Auglýsing -

Katla Björg vill koma á framfæri þökkum til styrktaraðila, þjálfara, liðsfélaga, keppinauta og annarra sem stutt hafa við bakið á henni í gegnum árin,“ segir í tilkynningu frá Skíðafélagi Akureyrar

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -