Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, fyrrverandi skólastjóri Hússtjórnarskóla Reykjavíkur, lést á Háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum í Svíþjóð 28. febrúar, í faðmi fjölskyldu sinnar. Hún var 77 ára.
Það var 10. desember 1947 sem Margrétt kom í heiminn á Fosshólum í Holtum í Rangárvallasýslu en hún ólst upp á Selfossi í stórum systkinahópi en hún var næst elst sex systkina. Foreldrar hennar voru Ragnheiður Esther Einarsdóttir, fædd 31.10. 1916, látin 5.11. 2002 og Sigfús Sigurðsson, fæddur 19.2. 1922, dáinn 21.8. 1999.
Eftir að Margrét kláraði gagnfræðiskólann á Selfossi fór hún í Húsmæðraskólann á Laugarvatni og síðan í Hústjórnarkennaraskólann sem hún útskrifaðist frá vorið 1969.
Ferilinn byrjaði Margrét sem ráðskona á Sjúkrahúsinu á Selfossi frá 1969 til 1972 og varð hún síðan ráðskona í Hjúkrunarskóla Íslands með kennsluskyldu í sjúkrafræði og næringarfræði 1972-1976. Árið 1976 hóf hún að kenna við Hússtjórnarskóla Reykjavíkur og kenndi matreiðslu og næringarfræði í MH í 12 ár. Árið 1998 varð hún skólastóri Hússtjórnarskóla Reykjavíkur og gegndi því starfi til 2022 en þá hætti hún sökum aldurs, á 75. aldursári.
Þá kenndi Margrét aukreitis ýmis námskeið um allt land, var einn umsjónarmanna hinna vinsælu sjónvarpsþátta „Allt í drasli“, gaf út bók með húsráðum og kom fram í hinum ýmsu þáttum, bæði í sjónvarpi og úitvarpi enda þótti hún skemmtileg með afbrigðum og auk þess ansi fróð um allt varðandi matargerð og húsráð.
Árið 2012 var Margrét sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, fyrir framlag sitt til íslenskra heimilisfræða.
Margrét lætur eftir sig eiginmanninn Sigurð Petersen, fæddur 22.11. 1945 en hann er fyrrverandi skipstjóri. Börn þeirra eru tvö, þau Ágúst Berg, fædd 1970, gift Bala Kamallakharan, og Sigfús, fæddur 1975. Margrét og Sigurður eiga fjögur barnabörn.