Ritstjóri Fréttarinnar, Margrét Friðriksdóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands.
Frambjóðendur sem safna nú undirskriftum urðu 41, eftir að Margrét Friðriksdóttir bættist í hópinn en hver þeirra þarf að safna að minnsta kosti 1.500 meðmælum frá kosningabærum mönnum.
Fram kemur í frétt mbl.is að frambjóðendur þurfi auk þess að hafa óflekkað mannorð samkvæmt 1. málsgrein 34. greinar stjórnarskrárinnar en Margrét var dæmd í héraðsdómi fyrir meiðyrði gagnvart Semu Erlu Serdar. Landsréttur snéri hins vegar dóminum og sýknaði hana af kröfum ákæruvaldsins.