Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Margrét hefur fengið nóg af kvenhatrinu í World Class: ,,Mamma ykkar er ekki hérna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mörgum líkamsræktar iðkendum var líklega brugðið fyrr í dag þegar undarleg tilkynning barst úr hljóðkerfi einnar líkamsræktarstöðvar World Class. ,,Vinsamlega gangið frá eftir ykkur. Mamma ykkar er ekki hérna,“ mátti heyra sagt. Það verður að segjast að um frekar óheppilega tilkynningu hafið verið að ræða í ljósi jafnréttisbaráttunnar og einnig er hún svolítið kaldhæðnisleg á degi sem þessum. Í dag er nefninlega Alþjóðlegur baráttudagur kvenna haldinn hátíðlegur víðs vegar um heim.

Leik- og fjölmiðlakonan Margrét Hugrún greinir frá þessu athæfi World Class í færslu sinni á Facebook. Í færslunni segir hún ,,Í dag er Alþjóðlegur Baráttudagur kvenna og tilvalinn dagur til að -get with times- og breyta þessu í ,,foreldrar ykkar“ eða ,,mamma ykkar og pabbi“ eru ekki hérna. Nú eða bara sleppa þessu.“

Margét Hugrún bendir réttilega á að litlu hlutirnir geti haft stórvægileg áhrif á jafnréttisbaráttuna og því mikilvægt að stórfyrirtæki líkt og World Class vandi sig í samskiptum við viðskiptavini sína. Þannig geti árangur náðst með hænuskrefum. ,,Breytum þessu saman. Nú eða ekki, en það er bara svo lélegur díll,“ segir Margrét.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -