Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra Fréttin.is, var vísað úr flugvél Icelandair í morgun en Fréttablaðið fullyrti að ástæðan hafi verið að hún hafi neitað að vera með grímu. Í færslu á Facebook virðist Margrét þó gefa í skyn að málið hafi snúist um tösku sem henni hafi verið neitað að taka um borð.
Margrét birtir mynd af téðri tösku og skrifar: „Þetta er taskan sem Icelandair neitaði mér ad taka um borð og sögðu ekki pláss þrátt fyrir að það væri nog pláss og ég greiddi þar að auki fyrir töskuna. Var með randýran og og brothættan búnað í töskunni og þurfti því að hafa hjá mér en ekki láta henda í stóru farangursgeymsluna. Hef ferðast með þessa tösku hjá mörgum flugfelögum enda sérútbúin cabin taska. Setti veski mitt við hliðina sem sýnir stærðina betur. Skömm sé Icelandair.“