Fimmtudagur 2. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

María er fallin frá

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

María Kristjánsdóttir bókmenntafræðingur og leikstjóri er fallin frá en hún var 80 ára gömul. Mbl.is greinir frá andláti Maríu.

María fæddist í Reykjavík árið 1944 en ólst upp í Hafnarfirði. Foreldrar hennar voru Salbjörg Magnúsdóttir og Kristján Andrésson.

Hún var menntaður leikhúsfræðingur og þá sótti hún þá menntun til Þýskalands en hún var einnig bókmenntafræðingur frá HÍ. María starfaði meðal annars sem gagnrýnandi, leikstjóri og stjórnandi útvarpsleikhússins.

María var gift Jóni Aðalsteinssyni en hann lést árið 2017 og bjuggu þau meðal annars á Fáskrúðsfirði, Húsavík, í Svíþjóð og í Reykjavík. Þau eignuðust saman eina dóttur en fyrir átti Jón fjögur börn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -