Sunnudagur 5. janúar, 2025
-7.2 C
Reykjavik

María segist fara á hausinn ef ríkið styrki ekki N4 – Svona var bréf hennar til mágs síns

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

María Björk Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri N4 á Akureyri, lætur í það skína að loka þurfi sjónvarpsstöðinni norðlensku um áramótin hljóti hún ekki fjárstuðning frá ríkinu. Hún fékk vilyrði 100 milljóna fjölmiðlastyrk frá mági sínum á Alþingi. Mágur hennar, framsóknarmaðurinn Stefán Vagn Stefánsson, situr ekki aðeins á þingi heldur situr hann í meirihluta fjárlaganefndar sem ætlaði að veita mágkonunni styrkinn myndarlega.

María Björk sendi styrkbeiðnina til fjárlaganefndarinnar 1. desember síðastliðinn en hana má ekki finna á vef þingsins. Milljónirnar hundrað eru ætlaðar fyrir sjónvarpsstöðina á næsta rekstarári. N4 er meðal ann­­ars í eigu KEA, Kaup­­fé­lags Skag­­firð­inga og Síld­­ar­vinnsl­unn­­ar. Stærsti eig­andi Síld­­ar­vinnsl­unnar er Sam­herji, eitt stærsta fyr­ir­tæki lands­ins sem er með höf­uð­­stöðvar á Akur­eyr­i.

Sjá einnig: María fékk 100 milljóna fjölmiðlastyrk frá mági sínum á þingi: „Ég brenn fyr­ir þessu starfi!“

Athygli vekur í erindi Maríu til mágs síns og annarra nefndarmanna í fjárlaganefnd þingsins að þar segir hún Samherja og önnur fjársterk fyrirtæki á Norðurlandi hafa snúið baki við sjónvarpsstöðinni og hætt að styrkja hana fjárhagslega. Sömu sögu sé að segja um sveitarfélögin í landsfjórðungnum.
Í bréfinu til þingsins gefur María það jafnframt til kynna að ríkisstyrkurinn sé lífsnauðsynlegur til þess að N4 þurfi ekki að loka um áramótin.“

 

Hér fyrir neðan má sjá bréf Maríu Bjarkar til fjárlaganefndar Alþingis sem Stundin birti:

„Til fjárlaganefndar Alþingis

- Auglýsing -

Ég undirrituð, María Björk Ingvadóttir, kt. 201259-4449, framkvæmdastjóri N4 ehf. óska hér með eftir styrk til N4 fjölmiðils, til að halda úti fjölmiðlun, þáttagerð og fréttamiðlun, af landsbyggðunum árið 2023.

Óskað er eftir 100 millj. króna styrk. N4 hefur verið leiðandi í sjónvarpi frá landsbyggðunum síðan 2015 , gert milli 350 – 400 þætti á ári, rætt við tugþúsundir, documenterað sögu íbúanna síðan 2008, fyrst eingöngu Akureyringa og nærsveitunga en frá 2012 og 2013 höfum við bætt öllum öðrum landsfjórðungum við.

Áhorfsmælingar í október sl. sýna að tæplega 6 milljón sinnum hefur verið náð í þætti N4 í tímaflakki , heimasíðu og á veitum Símans og Vodafone síðustu tæpu 2 árin, þá er ekki talið með áhorf í línulegri dagskrá. Eftirspurn eftir íslensku efni frá landsbyggðunum hefur margfaldast ( 282% ) á þessu tímabili. En tekjur og áhorf haldast ekki í hendur.

- Auglýsing -

1. Skilyrði fyrir Covidstyrk/ rekstrarstyrk frá ríkinu hefur verið að N4 hefur þurft að framleiða og sýna 365 þætti á ári, að meðaltali einn nýjan þátt á dag. Kostnaður við það er að lágmarki um 200 milljónir króna. Styrkur síðasta árs nam 20 milljónum.

2. Mörg sveitarfélög hafa verið tilbúin að styrkja þáttagerð af sínum svæðum, ýmist með beinum styrkjum til þáttagerðar eða kaupum á þjónustu. Nú bregður svo við að aðalbaklandið, Norðurland allt, hvarf frá þessu 2022 en hélt okkur volgum fram eftir ári. Það komu að lokum rúmar 4 milljónir samtals í þjónustukaup frá 12 sveitarfélögum á Norðurlandi eystra nú í lok árs. ( ca 26.000.- að meðaltali á mánuði frá hverju þeirra ). Þetta hefur sett rekstur stöðvarinnar í algjört uppnám. Fara þarf eftir tekjum og efni langar leiðir en skal haldið til haga að öll sv.félög á Austurlandi, flest á Vesturlandi og nokkur á Suðurlandi hafa haldið tryggð við stöðina. En það dugar engan veginn til.

3. Auglýsingatekjur hafa stórminnkað á þessu ári. Kemur tvennt til; Um 55% auglýsingafjár fer til erlendra samfélagsmiðla í ár, var 40% fyrir tveimur árum. Stærstur hluti sem eftir verður á landinu fer til RÚV, þar sem meðallaun sölumanna eru 1,2 milljónir á mánuði.

4. Fyrirtæki eru eftir Covid ekki áfjáð í að kosta þætti af sama krafti og áður. Þar er mikill tekjusamdráttur einnig. Til þess að N4 þurfi ekki að loka um áramótin og geti haldið starfseminni áfram næstu tvö árin amk. eðaá meðan verið er að undirbúa ný fjölmiðlalög, þarf að koma stöðinni til hjálpar við að halda uppi merkjum landsbyggðarinnar af sama krafti og gert hefur verið. Ríkisstyrkur þessi mun gefa okkur von um að það takist en ljóst að fleiri þurfa að koma að málinu, bæði sveitarfélögin og “Angels-investors” sem eiga stöðina í dag.

Rætt hefur verið um að leggja fram ný lög um fjölmiðla á næstu tveimur árum. Ef ekki á kasta burt allri umfjöllun utan af landi þarf að grípa til úrræða eins og Danir framkvæmdu í þessari sömu stöðu og þeir voru í árið 1985. Þá stóð til að loka einu landsbyggðastöð DR og reis upp gífurlega mikil mótmælaalda. Lagt var fram frumvarp 1986 þar sem ákveðið var að búa til TV2 sem að hluta yrði ríkisrekin og hluta til rekin á auglýsingafé en skilyrði að hún væri með höfuðstöðvar úti á landi. DR er ekki á auglýsingamarkaði heldur sinnir sínu lögbundna hlutverki. TV2 og DR eru í hörku samkeppni um áhorf og gerð vandaðra frétta og fréttaskýringa sem að sögn þeirra gerir allt fjölmiðlastarf faglegra og betra.

Tillaga mín er þessi:

1. Skattleggja erlendar veitur um 6% líkt og Danir eru að fara að gera

2. Nota hluta þeirra tekna til að tryggja að RÚV framleiði enn meira íslenskt efni og vandaðri fréttir og fréttaskýringarþætti

3. Taka RÚV af auglýsingamarkaði og gera þannig frjálsum stöðvum kleift að lifa og vera í samkeppni við RÚV.

4. Stofna TV2 með höfuðstöðvar á Akureyri og sameina þar undir það litla sem er eftir af landsbyggðafréttafólki RÚV ( Á Akureyri og Austurlandi ) með N4. Bjóða öllum litlu fréttamiðlunum sem berjast fyrir lífi sínu og fer sífellt fækkandi að koma þarna inn undir hattinn.

5. Skipta útvarpsgjaldinu 70-30 milli RÚV og TV2 .

Kaupmannahöfn 1.desember 2022,

F.h. N4 ehf.

María Björk Ingvadóttir framkvæmdastjóri.“

Fjárlaganefnd hefur nú breytt afstöðu sinni og leggur umræddar 100 milljónir króna í púkkið til stuðnings frjálsum fjölmiðlum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -