Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

María Sigrún rekin úr Kveik eftir harðar deilur: „Ég er ekki hætt á RÚV“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður hefur verið látin fara úr Kveik en Vísir greindi frá málinu fyrr í dag. „Ég er ekki hætt á RÚV,“ sagði María Sigrún í samtali við Mannlíf en vildi öðru leyti ekki tjá sig um málið meira en hún hefur þegar gert.

María Sigrún hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir umfjöllun sína um blóðmerahald á Íslandi en María hefur unnið á RÚV í 19 ár og hefur þótt með bestu fréttalesurum landsins um nokkurt skeið. Þá hefur hefur hún próf í hagfræði og meistarapróf í fjölmiðlafræði.

Í samtali við Vísi segir María að upp hafi komið ágreiningur milli hennar og yfirmanna hennar um efni sem hún var að vinna að og hafi hún verið látin fara vegna þess. Þá kveðst hún vera ósátt við málið. Nú er ljóst að það efni verður ekki sýnd í Kveik, en mögulegt er að það verði sýnt í Kastljósi.

„Ég er fréttamaður, vil halda áfram að vera fréttamaður og hugsa meira um hvað ég er að fjalla um en hvar ég er að fjalla um það. En ég ætla nú bara að vera keik og koma þessu innslagi út en þetta verður ekki sama umgjörð og til stóð,“ sagði María Sigrún.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -