Föstudagur 10. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

María: „Við þessar aðstæður treysti ég mér ekki til að bera ábyrgð á okkar mikilvægu verkefnum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fram kemur á Stundinni að María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands; er þar vísað í bréf sem María sendi samstarfsfólki sínu.

Hún telur sig ekki geta sinnt starfi forstjóra lengur vegna vanfjármögnunar stofnunarinnar; segir María að framlög til SÍ hafi lækkað síðan 2018 miðað við fast verðlag.

Í grein Stundinni kemur jafnframt fram að María hafi tilkynnt stjórn Sjúkratrygginga á fimmtudag að hún hafi sent heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórssyni, uppsagnarbréf:

„Það hefur ekki tekist að styrkja rekstrargrundvöll hennar til að ná ásættanlegum árangri; að við getum rækt lögboðnar skyldur okkar með sóma og boðið samkeppnishæf laun.

Við þessar aðstæður treysti ég mér því miður ekki til að bera ábyrgð á okkar mikilvægu verkefnum,“ segir María í bréfinu áðurnefnda.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -