Fimmtudagur 2. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Marinó tjáir sig um kjarabaráttu Eflingar: „Svo er sagt að Efling sé með ósvífni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Marinó G. Njálsson, fyrrum formaður Hagsmunasamtök Heimilanna segir að nú verði að fara að „stokka spilin og gefa upp á nýtt“, þegar kemur að launamálum í landinu.

Í nýrri Facebook-færslu skrifaði Marinó Gunnar Njálsson um kjarabaráttu Eflingar og bendir á nokkrar tölulegar staðreyndir. Ber hann meðal annars saman arðgreiðslur stórfyrirtækja og kröfur Eflingar um bætt kjör. Segir hann að kominn sé tími til að breyta hlutunum og að „finna verður nýtt jafnvægi sem byggir á réttlæti til handa fólki á lægstu launatöxtum og lífeyrisþegum sem treysta eingöngu á bætur frá TR“.“
Færsluna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.

„Hún er alveg skelfileg „frekjan“ í Eflingu. Biðja um 8.000 kr. að jafnaði meira en fengust út úr samningum SGS.

Þetta gerir 168.000.000 kr. á mánuði miðað við að þessi greiðsla bærist til 21.000 félagsmanna eða rétt rúmlega 2 ma.kr. á ári. Það er ekki einu sinni sex mánaðalaun forstjóra SKEL með kaupauka og kauprétti, en fulltrúi hans greiddi atkvæði með verkbanni.
Fyrir mánaðalaun forstjóra SKEL væri hægt að borga hátt í 2.500 manns 8.000 kr. á mánuði (og þá er ég ekki að taka með kaupréttinn). Fyrir mánaðarlaun bankastjóranna þriggja (en þeir greiddu líka atkvæði með verkbanni) bætast við 2.000 manns, ef ekki fleiri. Ársfjóðrungshagnaður hvers af þessum fyrirtækjum um sig er hærri en hin „ósvífna“ krafa Eflingar hljóðar upp á. En arðsemiskrafa fyrirtækjanna er ekkert ósvífin. Hún er „eðlileg“. Bætum svo við forstjóra Icelandair og þá er hægt að hækka laun 600 manns til viðbótar. Fimm manns á ofurlaunum eru með hærri mánaðarlaun en kostar að greiða 5.100 manns 8.000 kr. í viðbótarlaun á mánuði! Svo er sagt að Efling sé með ósvífni. Lítið í eiginn barm.
Væri gengið að þessu, sæi ekki högg á vatni arðgreiðslna til eigenda þeirra fyrirtækja sem greiddu með verkbanninu. Kann fólk ekki að skammast sín?
Ég krefst þess, að skattur á fjármagnstekjur yfir 5 m.kr. á ári verði hækkaður í 44% og hvalrekaskattur upp á 80% verði settur á arðgreiðslur sem eru umfram samanlagða fjárhæð kaupauka fólksins á „gólfinu“ hjá hverjum fyrirtæki fyrir sig. Við hreinlega verðum að fara að stokka spilin og gefa upp á nýtt. Finna verður nýtt jafnvægi sem byggir á réttlæti til handa fólki á lægstu launatöxtum og lífeyrisþegum sem treysta eingöngu á bætur frá TR.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -