Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Mast innkallar skinku: „Áhættuhópar eru barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vegna gruns um að Listeriu monocytogenes leynist í vissum vörumerkjum frá Stjörnugrís, innkallar Matvælastofnun alla skinku frá fyrirtækinu, sem hafa best fyrir dagsetningu fram að 18. mars 2024.

Matvælastofnun varar við neyslu á ákveðnum framleiðslulotum af skinku af vissum vörumerkjum frá Stjörnugrís, vegna gruns um Listeria monocytogenes finnist í þeim. „Stjörnugrís hf. hefur ákveðið í samráði við MAST að innkalla alla skinku í varúðarskyni með best fyrir dagssetningu 18. mars 2024 og fyrir þann tíma,“ segir í tilkynningu frá Mast. Hún heldur áfram: „Þetta gerir Stjörnugrís hf. af öryggisástæðum þó svo að ekki hafi allar lotur framleiddar á tímabilinu verið greindar með Listeriu.“

Ennfremur segir í tilkynningunni:

„Þeir neytendur sem eiga vörur með best fyrir dagsetningum 18. mars 2024 og fyrir þann tíma eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga henni eða skila í verslunum þar sem hún var keypt.“ Er fólk beðið um að neyta skinkunnar ekki, farga eða skila henni til verslunar þar sem hún keypt eða beint til fyrirtækisins.

Nákvæmlega hvaða skinku þarf að varast má sjá á heimasíðu Mast.

En hvað er Listeria monocytogenes? Listeria monocytogenes er sjúkdómsvaldandi gerill sem þrífst vel við lágt hitastig. Hann er mjög algengur í náttúrunni og finnst í jarðvegi, plöntum, skólpi og þörmum manna og dýra.

- Auglýsing -

Hver eru einkenni af veikindum af völdum gerilsins?

Eftirfarandi texta má finna á vef Matvælastofnunar.

„Listeria monocytogenes getur orsakað sjúkdóm bæði hjá mönnum og dýrum og kallast þessi sjúkdómur listeriosis, einkenni sjúkdómsins eru mild flensueinkenni, vöðvaverkir, hiti og stundum ógleði og niðurgangur. Alvarlegri einkenni eru heilahimnubólga í ungbörnum, blóðeitrun og getur sjúkdómurinn einnig valdið fósturláti. Í einstaka tilfellum getur bakterían valdið dauða, þá er yfirleitt um að ræða einstaklinga sem eru með skert ónæmiskerfi. Áhættuhópar eru barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn og einstaklingar með skert ónæmiskerfi. Hópsýkingar af völdum L.monocytogenes eru mjög sjaldgæfar, oftast er um að ræða einstaklingssýkingar. “

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -