Þriðjudagur 10. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

MAST lýsir yfir neyðarstigi vegna fuglaflensu – Aldrei greinst áður á alifuglabúi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Matvælastofnun hefur lýst yfir neyðarstigi vegna fuglaflensu. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að skæð fuglainflúensa hafi greinst í kalkúnum á Auðsholti í Ölfusi sl. þriðjudag, 3. desember og þetta sé í fyrsta skipti sem skæð fuglainflúensa greinist hér á landi á alifuglabúi.

„Um leið og greining fuglainflúensunnar var staðfest var hafist handa við aðgerðir. Allir fuglar í viðkomandi húsi voru aflífaðir samdægurs með mannúðlegum hætti. Í dag hefur verið unnið að förgun á hræjum og öðrum sóttmenguðum úrgangi, sem og þrifum og sótthreinsun á húsinu.

Ekki er vitað hvernig smitið barst inn á kalkúnabúið en veiran sem um ræðir er af gerðinni H5N5, sem er það afbrigði veirunnar sem hefur greinst í villtum fuglum í haust. Niðurstöður raðgreininga á veirunni sem greindist í kalkúnunum eru væntanlegar í næstu viku og þá kemur í ljós hvort um nákvæmlega sama afbrigði er að ræða og það sem hefur fundist í villtum fuglum undanfarið,“ segir í tilkynningu frá MAST

Má borða fuglakjöt

MAST mælist til þess að allir fuglaeigendur gæti ýtrustu sóttvarna en meðal mikilvægustu aðgerða til að koma í veg fyrir að fuglarnir smitist er að alifuglar og aðrir fuglar í haldi fólks, séu hafðir inni í yfirbyggðum gerðum eða húsum.

„Mikilvægt er að allir geri sér grein fyrir að hættan telst langt í frá vera liðin hjá. Meðgöngutími sýkingarinnar getur verið allt að 14 dagar þannig að þótt enn hafi ekki komið fram sjúkdómseinkenni í öðrum alifuglahúsum geta fuglarnir þegar verið sýktir. Fuglaeigendur þurfa því að vera stöðugt vakandi fyrir einkennum og tilkynna dýralækni sínum eða Matvælastofnun án tafar um minnsta grun. Hringja má í sérgreinadýralækni alifugla í síma 8617419.“

Þá er fólk beðið um að hafa samband við MAST sjái það dauða eða veika fugla. Fuglainflúensa getur mögulega smitast í mannfólk sé það í náinni snertingu við veika fugla. Rétt er þó að taka fram að engin hætta stafar af neyslu afurða.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -