Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
4.4 C
Reykjavik

MAST rannsakar hryllilega meðferð á blóðmerum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heimildarmynd sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku er nú til rannsóknar hjá Matvælastofnun. Segir dýralæknir í samtali við Vísi að málið sé litið grafalvarlegum augum en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðtökuhald á Íslandi.

Mannlíf fjallaði fyrst fjölmiðla um meðferðina sem sýnd er í heimildarmyndinni, síðasta föstudag en þá birti Mannlíf stiklu úr myndinni sem frumsýnd var á YouTube í dag. Heimildarmyndin er unnin af þýsk/austurrísku dýraverndunarsamtökunum Tierschutzbund Zurich en fjallar hún um blóðtöku mera á Íslandi. Lengi hefur blóðtaka fylfullra mera verið stunduð á landinu en blóðið sem tekið er úr merunum er notað til að auka frjósemi svína til manneldis.

Sjá einnig: Faldar myndavélar sýna dýraníð: Heimildarmynd um íslenskar blóðmerar

Heimildarmyndin sýnir upptökur úr földum myndavélum þar sem sjá má hryllilega meðferð á hryssunum þar sem þær eru lokaðar inni í þröngri stíu á meðan þær eru barðar með prikum og slegið í þær með viðarplönkum.

Haft er eftir Sigríði Björnsdóttur, dýralækni hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun að málið sé nú rannsakað og að ráðherra hafi einnig verið upplýstur um málið. „Matvælastofnun lítur þetta mál mjög alvarlegum augum. Við höfum séð þetta myndband og svo virðist sem meðferðin á hryssunum eins og hún kemur fram á þessu myndbandi stangist verulega á við þau starfsskilyrði sem eru í þessari grein,” segir Sigríður. Myndin sé þó ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -