Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

MAST segir Kristján Loftsson rökþrota: „Þarna hafi margt farið úrskeiðis“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hrönn Jörundsdóttir, forstjóri MAST, staðfestir að Hvalur 8 hafi uppfyllt kröfur um veiði.

Skyttur á Hvali 8 þurftu að standast skotpróf til að Hvalur 8 gæti farið aftur að veiða hvali. Þá voru fleiri skilyrði sem bátsmenn þurfti að uppfylla. Nú hefur Hrönn Jörundsdóttir, forstjóri MAST, staðfest að þessi skilyrði hafi verið uppfyllt.

„Sömuleiðis þá höfum við fengið staðfestingu á því að áhafnir beggja báta hafi fengið þjálfun í þessu nýja verklagi. Svo munu þeir framkvæma skottilraunir á leiðinni út og eftirlitsmaður fiskistofu fylgist þá með,“ sagði Hrönn við Vísi um málið. Kristján Loftsson var mjög gagnrýninn á MAST og Fiskistofu og var með ýmsar afsakanir fyrir því sem MAST setti út á. Hrönn sagði að Kristján segja aðeins hálf sögu þegar hann talaði um þetta hafi allt byrjað þegar bilun í spili kom upp.

„Heldur byrjar ferlið á því að skyttan hittir dýrið mjög illa. Það er í raun fyrsta atriðið sem fer úrskeiðis. Svo virðast vera rosalega hæg viðbrögð og í raun og veru að okkar mati ekki rétt viðbrögð eftir að dýrið er hitt illa. Þeir taka um það bil átta mínútur í að endurhlaða skutulbyssuna og það stafar af því að það er hlíf sem er ryðguð föst og það eru þrír starfsmenn með hamar að reyna að losa þessa hlíf. Það hefði verið átt að athuga það að tæki og búnaður séu í lagi.“ 

„Það er bara ítrekað að eitthvað klikkar hjá þeim. Illa undirbúnir, ekki búnir að tryggja það að tæki og búnaður séu í lagi og skyttan virðist ekki vera nægilega hæf. Við höfum töluverðar áhyggjur af því að þarna hafi margt farið úrskeiðis. Að því leitinu gerum við athugasemdir og á þeim forsendum stöðvum við þessar veiðar,“ sagði Hrönn í framhaldinu og að umræðan væri ómálefnaleg og að Kristján Loftsson væri rökþrota.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -