Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.4 C
Reykjavik

MAST vísar rannsókn á blóðmeramálinu til lögreglunnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Meðferð hryssna á myndskeiði frá þýsku dýraverndarsamtökunum sem birt var í lok nóvember vakti hörð viðbrögð bæði hérlendis og erlendis. Í tilkynningu frá MAST kemur fram að rannsókninni á meintri illri meðferð á blóðtökuhryssum hafi verið vísað til lögreglunnar.
Matvælastofnun hefur vísað rannsókn á blóðmeramáli til lögreglunnar. Yfirdýralæknir segir að MAST ekki hafa komist lengra með rannsóknina vegna þess að ekki fékkst óklippt myndefni frá dýraverndarsamtökunum og því þurfi lögreglan að taka við.

MAST hefur leitað eftir skýringum frá þessu fólki, skrifað samantekt og skilað álit til lögreglunnar en Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir vill ekki gefa upp hvað kom fram í því. „Helsta niðurstaðan er að við komumst ekki lengra með rannsóknina. Við getum ekki lokið þessu máli vegna þess að við höfum ekki óklippt myndband, við fengum það ekki afhent. Það er erfitt að byggja á klipptum myndböndum, því að það er hægt að gera ýmislegt með klippingu eins og við þekkjum úr bíómyndum sem við sjáum.“

Sigurborg segir að MAST hafi farið ítarlega yfir myndskeið samtakanna á Youtube og fengið upplýsingar um hvenær myndefnið var tekið.

„Þá gátum við vitað hvar þetta var tekið og hvaða aðilar voru þar viðstaddir. Þó þeir hafi ekki komið fram í mynd,“ segir Sigurborg.

Fréttastofa Ríkisútvarpsins spyr: En var ekki þokkalega ljóst, hvað átti sér stað á þessu myndskeiði? „Jú, en það sem vantar inn í er hversu lengi var þetta, er verið að sýna sama hlutinn aftur og aftur, það er svo erfitt að gera sér grein fyrir því á klipptu myndbandi og það skiptir svo miklu máli upp á alvarleika brotanna.“

En voru þetta samt sem áður ekki frekar alvarleg brot það sem við sáum þarna á myndskeiðinu? „Við getum ekki metið það út frá þessu klippta myndbandi, þess vegna þarf að fá óklippt myndband á alvarleika brotanna,“ svarar hún.

Samkvæmt heimildum Mannlífs hafa dýraverndarsamtökin hafa gefið út yfirlýsingu þar sem þau segjast vera tilbúin að afhenda lögreglunni myndböndin óklippt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -